| Sf. Gutt
Fyrstu umferð úrslitakeppni Evrópumóts landsliða lauk í kvöld. Nokkrir af fulltrúum Liverpool komu við sögu í fyrstu umferðinni.
Sviss og Wales mættust á laugardaginn. Leiknum lauk með 1:1 jafntefli. Mark Wales kom eftir hornspyrnu frá Xherdan Shaqiri. Neco Williams og Harry Wilson sátu á bekknum allan tímann. Danny Ward, fyrrum markmaður Liverpool, var í marki Wales.
Á sunnudaginn vann England Króatíu 1:0 á Wembley. Raheem Sterling, fyrrum leikmaður Liverpool, skoraði markið. Jordan Henderson var varamaður. Þess má geta að Holland vann Úkraínu 3:2 sama dag. Georginio Wijnaldum, nú fyrrum leikmaður Liverpool, var fyrirliði Hollands og skoraði fyrsta mark leiksins.
Andrew Robertson var fyrirliði Skota í gær þegar þeir máttu lúta í gras 0:2 fyrir Tékkum á Hampden Park. Hann þótti besti maður Skota í leiknum. Thiago Alcântara kom inn á sem varamaður hjá Spánverjum þegar þeir gerðu markalaust jafntefli við Svíþjóð.
Í dag var Diogo Jota í liði Evrópumeistara Portúgals sem vann Ungverjaland 3:0. Péter Gulácsi var í marki Ungverja. Hann var um tíma á mála hjá Liverpool. Cristiano Ronaldo skoraði tvö mörk fyrir Portúgal og Raphael Guerreiro eitt. Cristiano setti met með mörkunum sínum. Hann hefur nú skorað 11 mörk í úrslitakeppni Evrópumóts landsliða. Frakkinn Michel Platini átti gamla metið sem var níu mörk.
Þess má geta að Japan vann Serbíu í vináttulandsleik um heilgina. Takumi Minamino og Marko Grujic mættust á miðjunni í leiknum.
TIL BAKA
Af EM

Fyrstu umferð úrslitakeppni Evrópumóts landsliða lauk í kvöld. Nokkrir af fulltrúum Liverpool komu við sögu í fyrstu umferðinni.
Sviss og Wales mættust á laugardaginn. Leiknum lauk með 1:1 jafntefli. Mark Wales kom eftir hornspyrnu frá Xherdan Shaqiri. Neco Williams og Harry Wilson sátu á bekknum allan tímann. Danny Ward, fyrrum markmaður Liverpool, var í marki Wales.
Á sunnudaginn vann England Króatíu 1:0 á Wembley. Raheem Sterling, fyrrum leikmaður Liverpool, skoraði markið. Jordan Henderson var varamaður. Þess má geta að Holland vann Úkraínu 3:2 sama dag. Georginio Wijnaldum, nú fyrrum leikmaður Liverpool, var fyrirliði Hollands og skoraði fyrsta mark leiksins.
Andrew Robertson var fyrirliði Skota í gær þegar þeir máttu lúta í gras 0:2 fyrir Tékkum á Hampden Park. Hann þótti besti maður Skota í leiknum. Thiago Alcântara kom inn á sem varamaður hjá Spánverjum þegar þeir gerðu markalaust jafntefli við Svíþjóð.
Í dag var Diogo Jota í liði Evrópumeistara Portúgals sem vann Ungverjaland 3:0. Péter Gulácsi var í marki Ungverja. Hann var um tíma á mála hjá Liverpool. Cristiano Ronaldo skoraði tvö mörk fyrir Portúgal og Raphael Guerreiro eitt. Cristiano setti met með mörkunum sínum. Hann hefur nú skorað 11 mörk í úrslitakeppni Evrópumóts landsliða. Frakkinn Michel Platini átti gamla metið sem var níu mörk.
Þess má geta að Japan vann Serbíu í vináttulandsleik um heilgina. Takumi Minamino og Marko Grujic mættust á miðjunni í leiknum.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Mun alltaf elska Liverpool! -
| Sf. Gutt
Óheppnasti leikmaður í heimi? -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Verðum að leggja harðar að okkur! -
| Sf. Gutt
Jeremine Frimpong meiddur -
| Sf. Gutt
Vildi sýna öllum virðingu -
| Sf. Gutt
Alisson meiddur -
| Sf. Gutt
Curtis með met! -
| Sf. Gutt
Stórsigur í Þýskalandi! -
| Sf. Gutt
Ryan Gravenberch meiddur
Fréttageymslan

