| Sf. Gutt

Mohamed Salah bestur allra


Segja má að Mohamed Salah sé vinsælastur og eða bestur leikmanna í Úrvalsdeildinni. Hann var kjörinn PFA leikmaður ársins 2021 í vali stuðningsmanna. Þetta er í annað sinn sem Mohamed fær þessa viðurkenningu en hann varð líka hlutskarpastur 2018. 

Mohamed Salah var frábær á keppnistímabilinu 2020/21. Hann skoraði 31 mark í 51 leik. Í þessum tölum eru allar keppnir taldar. 

Verðlaunin voru fyrst veitt árið 2001. Þá hlaut Steven Gerrard þau. Alls hafa leikmenn Liverpool fengið þessi verðlaun sjö sinnum og ekkert félag hefur átt oftar sigurvegara. Hér að neðan er listi yfir þá leikmenn Liverpool sem hafa fengið verðlaunin.


Steven Gerrard (2001 og 2009).Raul Meireles (2011).Luis Suarez (2014).Sadio Mané (2020). Mohamed Salah (2018 og 2021).


TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan