| Sf. Gutt

Frábær árangur

Óhætt er að segja að þeir Harvey Elliott og Harry Wilsons hafi náð frábærum árangri á síðustu leiktíð með lánsliðum sínum. Harvey spilaði með Blackburn Rovers og Harry var hjá Cardiff City. 


Harvey skoraði sjö mörk fyrir Blackburn og lagði upp 11. Þetta gerði hann í 41 leik. Þrátt fyrir ungan aldur þótti hann með allra bestu leikmönnum Blackburn á leiktíðinni. Svo merkilega vildi til að Harry var með nákvæmlega sama árangur hjá Cardiff. Hann skoraði sjö sinnum og lagði upp 11 mörk. Þetta gerði hann í 36 leikjum.  Harry er auðvitað nokkru eldri en Harvey en hann er nú 24 ára. Harvey er bara 18 ára. 

Nú er Harvey í aðalliði Liverpool og hefur byrjar leiktíðina stórvel. Harry á hinn bóginn er farinn á braut og leikur nú með Fulham. Hann hefur reyndar byrjað vel með nýja félaginu sínu. 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan