| Sf. Gutt

Trent kominn í sumarfrí


Trent Alexander-Arnold er kominn í óvænt sumarfrí eftir að hann meiddist í æfingaleik enska landsliðsins á dögunum. England vann Austurríki 1:0 en stuttu fyrir leikslok fór Trent meiddur af velli. Hann meiddist á læri ef rétt er skilið. Meiðslin eru nógu alvarleg til þess að Trent missir af Evrópukeppni landsliða en búið var að velja hann í liðshóp Englands. 

Vonandi verður Trent búinn að ná sér þegar leikmenn Liverpool mæta til æfinga fyrir næsta keppnistímabil. Ef ekkert fer úrskeiðis ætti svo að vera. 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan