| Sf. Gutt
Leik Manchester United og Liverpool sem átti að fara fram á Old Trafford í Manchester í dag var frestað. Ástæðan er óvenjuleg í meira lagi!
Leikurinn átti að hefjast klukkan hálf fjögur í dag. Um einum og hálfum klukkutíma áður en flauta átti til leiks braust hópur stuðningsmanna Manchester United inn á Old Trafford og fann sér leið út á leikvöllinn sjálfan. Þar var hópurinn drjúga stund við að mótmæla eignarhaldi amerísku eigenda Manchester United Football Club. Stuðningsmenn Manchester United hafa lengi verið ósáttir við eigendur félagsins en óánægja þeirra jókst mjög þegar eigendurnir skráðu Manchester United í Ofurdeildina umdeildu á dögunum.
Til að byrja með var leiknum seinkað en undir klukkan fimm var sú ákvörðun tekin að fresta leiknum. Ekki liggur fyrir hvenær leikurinn fer fram.
TIL BAKA
Frestað!

Leik Manchester United og Liverpool sem átti að fara fram á Old Trafford í Manchester í dag var frestað. Ástæðan er óvenjuleg í meira lagi!
Leikurinn átti að hefjast klukkan hálf fjögur í dag. Um einum og hálfum klukkutíma áður en flauta átti til leiks braust hópur stuðningsmanna Manchester United inn á Old Trafford og fann sér leið út á leikvöllinn sjálfan. Þar var hópurinn drjúga stund við að mótmæla eignarhaldi amerísku eigenda Manchester United Football Club. Stuðningsmenn Manchester United hafa lengi verið ósáttir við eigendur félagsins en óánægja þeirra jókst mjög þegar eigendurnir skráðu Manchester United í Ofurdeildina umdeildu á dögunum.
Til að byrja með var leiknum seinkað en undir klukkan fimm var sú ákvörðun tekin að fresta leiknum. Ekki liggur fyrir hvenær leikurinn fer fram.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Gleðileg jól! -
| Heimir Eyvindarson
Stjórnaðu spurningakeppni um Liverpool -
| Sf. Gutt
Alexander Isak frá næstu mánuði -
| Sf. Gutt
Jeremie Frimpong búinn að ná sér -
| Sf. Gutt
Virgil van Dijk í úrvalslið í fimmta sinn! -
| Sf. Gutt
Dómur upp kveðinn -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Mohamed fer til Marokkó -
| Sf. Gutt
Engin vandamál! -
| Sf. Gutt
Cody Gakpo meiddur
Fréttageymslan

