| Sf. Gutt
Unglingalið Liverpool heldur áfram veginn í Unglingabikarkeppninni. Liðið vann góðan 3:1 sigur á Arsenal á Anfield Road í kvöld. Liverpool er þar með komið í undanúrslit keppninnar í annað sinn á þremur árum.
Gestirnir byrjuðu heldur betur en Liverpool náði frumkvæðinu þegar Max Woltman skoraði með góðu skoti eftir að boltinn var skallaður til hans. Liverpool náði svo tveggja marka forystu þegar brotið var á Tyler Morton og víti dæmt. James Norris skoraði úr vítinu. Liverpool með góða forystu í hálfleik.
Arsenal byrjaði síðari hálfleik af krafti en eins og í þeim fyrri var það Liverpool sem svaraði góðri byrjun gestanna með marki. Pólverjinn Mateusz Musialowski afgreiddi boltann í markið eftir að hafa komist inn í vítateiginn. Miguel Azeez lagði stöðuna fyrir Arsenal þegar hann skoraði úr víti. Lengra komust Skytturnar ekki og Liverpool vann 3:1. Vel að verki staðið hjá ungu piltunum.
Liverpool: Davies, Bradley, Norris, Quansah, Koumetio, Stephenson, Corness (Mabaya 85. mín.), Morton, Woltman, Balagizi og Musialowski (Frauendorf 77. mín.). Ónotaðir varamenn: Jonas, Mrozek, Wilson, Chambers og Bajcetic.
Liverpool mætir Ipswich Town í undanúrslitum Unglingabikarsins í næsta mánuði. Leikið verður á heimavelli Ipswich.
Hér eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.com.
TIL BAKA
Unglingaliðið áfram!

Unglingalið Liverpool heldur áfram veginn í Unglingabikarkeppninni. Liðið vann góðan 3:1 sigur á Arsenal á Anfield Road í kvöld. Liverpool er þar með komið í undanúrslit keppninnar í annað sinn á þremur árum.
Gestirnir byrjuðu heldur betur en Liverpool náði frumkvæðinu þegar Max Woltman skoraði með góðu skoti eftir að boltinn var skallaður til hans. Liverpool náði svo tveggja marka forystu þegar brotið var á Tyler Morton og víti dæmt. James Norris skoraði úr vítinu. Liverpool með góða forystu í hálfleik.
Arsenal byrjaði síðari hálfleik af krafti en eins og í þeim fyrri var það Liverpool sem svaraði góðri byrjun gestanna með marki. Pólverjinn Mateusz Musialowski afgreiddi boltann í markið eftir að hafa komist inn í vítateiginn. Miguel Azeez lagði stöðuna fyrir Arsenal þegar hann skoraði úr víti. Lengra komust Skytturnar ekki og Liverpool vann 3:1. Vel að verki staðið hjá ungu piltunum.
Liverpool: Davies, Bradley, Norris, Quansah, Koumetio, Stephenson, Corness (Mabaya 85. mín.), Morton, Woltman, Balagizi og Musialowski (Frauendorf 77. mín.). Ónotaðir varamenn: Jonas, Mrozek, Wilson, Chambers og Bajcetic.
Liverpool mætir Ipswich Town í undanúrslitum Unglingabikarsins í næsta mánuði. Leikið verður á heimavelli Ipswich.
Hér eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.com.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Meistaradeildin að byrja -
| Sf. Gutt
Enn þokast Mohamed Salah upp listann! -
| Sf. Gutt
Cody Gakpo gerir nýjan samning! -
| Sf. Gutt
Meistaradeildarhópur Liverpool staðfestur! -
| Sf. Gutt
Fyrsta æfingin! -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Af lánsmönnum -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Áhættunnar virði! -
| Sf. Gutt
Búið að dagsetja Evrópuleikina
Fréttageymslan