| Grétar Magnússon

Tilnefndir í frægðarhöll úrvalsdeildarinnar

Enska úrvalsdeildin hefur sett á laggirnar frægðarhöll og fyrstu tilnefningarnar hafa verið gefnar út. Þar á meðal eru þeir Steven Gerrard, Robbie Fowler og Michael Owen.

Almenningur getur kosið sex leikmenn á 23 leikmanna lista sem úrvalsdeildin hefur gefið út og má þar auðvitað finna leikmenn sem hafa sett mark sitt á deildina síðan hún var stofnuð árið 1992. Leikmenn þurfa að uppfylla ákveðin skilyrði til að mega vera tilnefndir og þurfa auðvitað að vera búnir að leggja skóna á hilluna.

Steven Gerrard spilaði alls 504 leiki fyrir Liverpool á 17 tímabilum í úrvalsdeildinni og skoraði hann 120 mörk.

Robbie Fowler spilaði ekki allan sinn feril með Liverpool en hann er áttundi markahæsti leikmaður úrvalsdeildarinnar með 163 mörk og Michael Owen situr tveim sætum neðar með 150 mörk.
Þeir Thierry Henry og Alan Shearer hafa nú þegar verið teknir inn í frægðarhöllina og skal engan undra það val. Shearer er markahæstur allra í deildinni frá stofnun með 260 mörk á 14 tímabilum og vann titilinn einu sinni með Blackburn Rovers. Thierry Henry er markahæstur í sögu Arsenal og vann titilinn tvisvar sinnum.

Hér getur þú kosið um þá sex leikmenn sem þú vilt sjá í frægðarhöll ensku úrvalsdeildarinnar.
TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan