| Sf. Gutt

Nýtt met hjá Mohamed Salah


Mohamed Salah gerir það ekki endasleppt. Hann setti nýtt félagsmet í Madríd þegar hann skoraði á móti Real í síðustu viku. Enginn í sögu Liverpool hefur nú skorað fleiri mörk á útivöllum á einu keppnistímabili. 

Markið sem Mohamed skoraði á móti Real Madrid var 18. markið sem hann skorar á ferðalögum Liverpool á keppnistímabilinu. Hann á alveg örugglega eftir að bæta þetta met áður en sparktíðinni lýkur. Vonandi alla vega!





Hann sjálfur og Ian Rush deildu gamla metinu. Mohamed skoraði 17 útimörk á leiktíðinni 2017/18. Ian komst tvívegis í 17 útimörk. Fyrst á keppnistímabilinu 1983/84 og svo aftur 1986/87. En nú á Mohamed metið einn og sjálfur.

Mohamed Salah náði þó ekki að slá Ian Rush við í einu. Það tók Egyptann 93 leiki að skora 50 mörk á útivöllum. Ian náði því marki í 92 leikjum. Hér að neðan er listi yfir þá leikmenn Liverpool sem hafa verið sneggstir að skora 50 útimörk. 

Ian Rush 92 leikir.
Mohamed Salah 93 leikir. 
Michael Owen 99 leikir. 
Roger Hunt 101 leikur.
Gordon Hodgson 112 leikir. 



TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan