| Sf. Gutt

Metsigur!


Stórsigur Liverpool á Crystal Palace var metsigur og fór rakleiðis í annála Liverpool Football Club. Aldrei áður í sögu Liverpool hefur unnist stærri útisigur í deildarleik í efstu deild. 

Liverpool vann Crystal Palace 0:7 á Selhurst Park og þar með féll met yfir útisigur í efstu deild. Stærsti útisigur Liverpool kom 29. nóvember árið 2000 þegar Liverpool vann Stoke City 0:8 í Deildarbikarnum. Næst í röðinni koma fimm sigrar upp á sjö núll. Þrír eru deildarsigrar og þar af tveir í næst efstu deild. Sigurinn á Crytal Palace er sem fyrr segir sá stærsti í efstu deild. Svo er það 0:7 útisigur á Birmingham City í mars 2006 sem er stærsti útisigur Liverpool í FA bikarnum. Í október 2017 vannst svo met útisigur í Evrópuleik þegar Liverpool vann Maribor 0:7 í Slóveníu. 

Hér að neðan er listi yfir stærstu útisigra Liverpool í sögu félagsins. Listinn er fenginn af LFChistory.net. Hér má skoða listann í heild sinni. 

29.11.2000 8 - 0 Stoke City - Deildarbikarinn 4. umferð. Britannia St.
29.02.1896 7 - 0 Burton Swifts - 2. deild. Peel Croft.
28.03.1896 7 - 0 Crewe Alexandra - 2. deild. Nantwich Road.



21.03.2006 7 - 0 Birmingham City FA bikar 6. umferð. St Andrews.



17.10.2017 7 - 0 NK Maribor - Meistaradeild riðlakeppni. Ljudski vrt.



19.12.2020 7 - 0 Crystal Palace - Efsta deild á Englandi. Selhurst Park.


TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan