| Heimir Eyvindarson

TIL BAKA
Meistaraþynnka á Etihad

Fráfarandi Englandsmeistarar Manchester City kjöldrógu Liverpool á á Etihad í kvöld. Lokatölur voru 4-0, sem eru svo sannarlega leiðindatölur. Óþarflega stórt tap allavega.
Kvöldið byrjaði vel, þegar leikmenn City þurftu að standa heiðursvörð fyrir okkar menn. Falleg og eftirminnilegt augnablik, en þegar upp var staðið það eina sem við gátum glaðst yfir í kvöld. Því miður.
Það var reyndar ágætis jafnræði með liðunum fyrstu 24 mínúturnar og Liverpool betri aðilinn ef eitthvað var. Hápressa og ágætis vinnsla í liðinu. Salah var til að mynda tvívegis nálægt því að skora, fyrst á 4. mínútu og síðan á 20. mínútu þegar hann skaut í stöng eftir góðan undirbúning Firmino.
En á 25. mínútu fékk Joe Gomez dæmda á sig vítaspyrnu fyrir að taka Raheem Sterling niður í teignum. Anthony Taylor var 100% viss í sinni sök og benti beint á punktinn, þrátt fyrir að Sterling hafi dottið fremur auðveldlega. Vissulega vel gert hjá Sterling, sem var illviðráðanlegur í kvöld. Kevin De Bruyne fór á punktinn og skoraði af miklu öryggi.
10 mínútum síðar skoraði Sterling sjálfur. Varnarleikur okkar manna frekar vandræðalegur, svo ekki sé meira sagt.
Á 44. mínútu skoraði svo Foden huggulegt mark eftir glæsilega sókn og staðan 3-0 í hálfleik. Það gaf reyndar ekki alveg rétta mynd af leiknum fannst mér, en svona er fótboltinn stundum.
Seinni hálfleikurinn var meira og minna eign City og ósköp lítið um hann að segja svosem. Mané fékk dauðafæri á 55. mínútu eftir feil hjá Laporte og frábæra sendingu Henderson, en Senegalinn náði engri stjórn á boltanum.
City bætti síðan fjórða markinu við á 66. mínútu þegar skot Sterling hrökk af Oxlade-Chamberlain og í markið. Skráð sjálfsmark á Ox.
Í uppbótartíma skoraði Mahrez svo ágætt mark, sem var til allrar hamingju réttilega dæmt af. Lokatölur á Etihad 4-0 sigur Manchester City. Leiðinlega stórt tap, en lítið við því að gera. Áfram Liverpool. YNWA.
Liverpool: Alisson, TAA (Williams á 76. mín.), Gomez (Oxlade-Chamberlain á 45. mín.), Van Dijk, Robertson, Henderson, Fabinho, Wijnaldum (Keita á 62. mín.), Firmino (Origi á 62. mín.), Mané (Minamino á 84. mín.), Salah.
Jürgen Klopp: ,,Mér fannst lokatölurnar ekki gefa rétta mynd af leiknum. Við hefðum ekki átt að tapa svona stórt, leikmennirnir börðust vel í leiknum en það vantaði aðeins upp á flæðið hjá okkur. Eftir fyrsta markið áttum við erfitt uppdráttar og svo refsaði City aftur eftir 10 mínútur og þá var þetta orðið erfitt."
Kvöldið byrjaði vel, þegar leikmenn City þurftu að standa heiðursvörð fyrir okkar menn. Falleg og eftirminnilegt augnablik, en þegar upp var staðið það eina sem við gátum glaðst yfir í kvöld. Því miður.

Það var reyndar ágætis jafnræði með liðunum fyrstu 24 mínúturnar og Liverpool betri aðilinn ef eitthvað var. Hápressa og ágætis vinnsla í liðinu. Salah var til að mynda tvívegis nálægt því að skora, fyrst á 4. mínútu og síðan á 20. mínútu þegar hann skaut í stöng eftir góðan undirbúning Firmino.
En á 25. mínútu fékk Joe Gomez dæmda á sig vítaspyrnu fyrir að taka Raheem Sterling niður í teignum. Anthony Taylor var 100% viss í sinni sök og benti beint á punktinn, þrátt fyrir að Sterling hafi dottið fremur auðveldlega. Vissulega vel gert hjá Sterling, sem var illviðráðanlegur í kvöld. Kevin De Bruyne fór á punktinn og skoraði af miklu öryggi.
10 mínútum síðar skoraði Sterling sjálfur. Varnarleikur okkar manna frekar vandræðalegur, svo ekki sé meira sagt.
Á 44. mínútu skoraði svo Foden huggulegt mark eftir glæsilega sókn og staðan 3-0 í hálfleik. Það gaf reyndar ekki alveg rétta mynd af leiknum fannst mér, en svona er fótboltinn stundum.

Seinni hálfleikurinn var meira og minna eign City og ósköp lítið um hann að segja svosem. Mané fékk dauðafæri á 55. mínútu eftir feil hjá Laporte og frábæra sendingu Henderson, en Senegalinn náði engri stjórn á boltanum.
City bætti síðan fjórða markinu við á 66. mínútu þegar skot Sterling hrökk af Oxlade-Chamberlain og í markið. Skráð sjálfsmark á Ox.
Í uppbótartíma skoraði Mahrez svo ágætt mark, sem var til allrar hamingju réttilega dæmt af. Lokatölur á Etihad 4-0 sigur Manchester City. Leiðinlega stórt tap, en lítið við því að gera. Áfram Liverpool. YNWA.
Liverpool: Alisson, TAA (Williams á 76. mín.), Gomez (Oxlade-Chamberlain á 45. mín.), Van Dijk, Robertson, Henderson, Fabinho, Wijnaldum (Keita á 62. mín.), Firmino (Origi á 62. mín.), Mané (Minamino á 84. mín.), Salah.
Jürgen Klopp: ,,Mér fannst lokatölurnar ekki gefa rétta mynd af leiknum. Við hefðum ekki átt að tapa svona stórt, leikmennirnir börðust vel í leiknum en það vantaði aðeins upp á flæðið hjá okkur. Eftir fyrsta markið áttum við erfitt uppdráttar og svo refsaði City aftur eftir 10 mínútur og þá var þetta orðið erfitt."
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Heimsmeistarinn valinn bestur! -
| Sf. Gutt
Þarf að breyta til! -
| Sf. Gutt
Búið að dagsetja sigurförina! -
| Sf. Gutt
Leikjatilfærslur -
| Sf. Gutt
Trent heldur á braut -
| Sf. Gutt
Jarðhræringar í Liverpool! -
| Sf. Gutt
Af spjöldum sögunnar! -
| Sf. Gutt
Njótum stundarinnar! -
| Mummi
Við minnum á aðalfund klúbbsins þann 6. maí nk. -
| Sf. Gutt
Hamingjuóskir frá Jürgen Klopp!
Fréttageymslan