| Sf. Gutt

Fyrir þremur árum!


Í dag eru þrjú ár liðin frá því Mohamed Salah gekk til liðs við Liverpool. Egyptinn hefur reynst sannkallaður happafengur. Árangur hans hjá félaginu er hreint út sagt frábær!

Þann 22. júní 2017 var tilkynnt um kaup Liverpool á Mohamed Salah. Liverpool borgaði Roma 43,900 milljónir sterlingspunda fyrir framherjann. Í ljósi reynslunnar verður að teljast að þó um metupphæð hafi verið að ræða hjá Liverpool þá hafi peningunum verið sérlega vel varið!

Leikir með Liverpool: 144.
Mörk með Liverpool: 91. 
Stoðsendingar: 34.Sigurmörk: 24.Titlar með Liverpool: Evrópubikarmeistari, Stórbikarhafi og Heimsmeistari félagsliða 2019.Gullskór á Englandi: 2017/18 og 2018/19.
Knattspyrnumaður ársins á Englandi valinn af leikmönnum: 2018.

Knattspyrnumaður ársins á Englandi valinn af blaðamönnum: 2018.Knattspyrnumaður ársins í Afríku: 2017 og 2018. 
Leikmaður ársins í Úrvalsdeildinni: 2017/18.Puskas verðlaunin fyrir fallegasta mark árins: 2018.
 
Markamet hjá Liverpool á fyrstu leiktíð: Skoraði 44 mörk á leiktíðinni 2017/18.Markamet í 38 leikja deild í Úrvalsdeildinni: Skoraði 32 mörk á leiktíðinni 2017/18.Markakóngur Liverpool: 2017/18 og 2018/19.

Enginn í sögu Liverpool hefur skorað fleiri mörk í 100 fyrstu leikjunum. Mohamed skoraði 69 mörk í sínum fyrstu 100.

Fljótastur leikmanna Liverpool til að skora 50 mörk í Úrvalsdeildinni. Hann náði 50 mörkum í 69 leikjum.


TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan