| Sf. Gutt

Bæði lið munu berjast þar til yfir lýkur!


Jürgen Klopp, framkvæmdastjóri Liverpool, segir að leikmenn Liverpool og Atletico Madrid muni berjast þar til yfir lýkur annað kvöld þegar liðin mætast á Anfield Road. Altetico vann fyrri leikinn á Spáni 1:0. Jürgen vonast til að leikmenn Liverpool hafi lært af fyrri leiknum og áhorfendur á Anfield hjálpi til við að koma Evrópumeisturunum áfram!

,,Það lá fyrir frá byrjun að rimman við Atletico yrði eitt erfiðasta verkefni sem við hefðum getað fengið hvað knattspyrnu varðar. Þeir ætla sér ekki að veifa hvítum fána og gefast upp. Þeir munu berjast þar til yfir lýkur og það munum við líka gera. Þessa vegna er þetta svona áhugaverð viðureign."


,,Það hafa ekki margir leikmenn þeirra spilað á Anfield áður og við viljum nota það til að hjálpa okkur. Stuðningsmennirnir eiga eftir að hjálpa okkur og við þurfum að sýna það með frammstöðu okkar inni á vellinum. Frammistaðan þarf að vera stórkostleg því að þeir verjast aftarlega og eru hættulegir í skyndisóknum. Hver einn og einasti leikmaður þeirra er hættulegur og þeir eru með reynt lið."

„Ég ber mikla virðingu fyrir þeim en það eru alltaf til leiðir og við þurfum að finna þær á morgun. Við þurfum að sýna að við höfum lært af fyrri leiknum."Jordan Henderson, fyrirliði Liverpool, verður til taks eftir meiðsli síðustu vikna. Það sama má segja um Andrew Robertson sem var hvíldur á móti Bournemouth um helgina. Alisson Becker getur ekki spilað vegna meiðsla. 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan