| Sf. Gutt

Mikill heiður


Jordan Henderson var fyrr á árinu kjörinn Leikmaður ársins hjá enska landsliðinu fyrir árið 2019. Hann er þriðji leikmaður Liverpool til að hljóta þessa viðurkenningu. 

Jordan var skiljanlega ánægður með viðurkenninguna. ,,Þetta er mikill heiður og ég tek auðmjúkur við nafnbót BT Leikmaður ársins hjá enska landsliðinu. Sérstaklega finnst mér þetta vera mikill heiður ef mið er tekið af því hversu landsliðshópurinn er sterkur." Jordan Henderson hefur leikið með enska landsliðinu í tíu ár. Hann lék sinn fyrsta landsleik á móti Frakklandi 2010. Hingað til hefur hann leikið 55 landsleiki. Hann á ennþá eftir að skora landsliðsmark.

Þess má geta að Jordan var kjörinn Leikmaður ársins hjá undir 21. árs liði Englands árið 2012. Hann lék 27 leiki og skoraði fjögur mörk í þeim aldursflokki. Hann er fyrstur leikmanna til að verða kjörinn sá besti með aðallandsliðinu og undir 21. árs liðinu.  

Jordan er þriðji leikmaður Liverpool til að fá þessa viðurkenningu frá því farið var að veita hana 2003. Steven Gerrard hlaut hana tvívegis fyrst 2007 og svo 2012. Adam Lallana varð fyrir valinu 2016.

Hér er að neðan er listi yfir þá leikmenn sem hafa fengið þessa viðurkenningu. Sem fyrr segir fór kjörið fyrst fram árið 2003.

Wayne Rooney 2008, 2009, 2014 og 2015
Frank Lampard 2004, 2005Steven Gerrard
2007 og 2012.
Harry Kane 2017 og 2018.
David Beckham 2003.
Ashley Cole 2010.
Owen Hargreaves 2006.Jordan Henderson 2019.Adam Lallana 2016.
Scott Parker 2011.


TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan