| Sf. Gutt

Til hamingju!


Andrew Robertson lék sinn 100. leik með Liverpool á móti Everton. Skotinn hefur svo sannarlega reynst vel eftir að hann kom til Liverpool frá Hull City sumarið 2017. Fáir tóku eftir því þegar hann kom til Liverpool en nú er hann talinn í allra bestu kaupa Liverpool á seinni árum.


Anndrew lék ekki mikið framan af leiktíðinni 2017/18 en þegar Alberto Moreno meiddist undir lok ársins 2017 kom Skotinn inn í liðið og hefur verið þar alla tíð síðan. Andrew er eldfljótur og sendingar hans eru magnaðar. Að auki er hann mjög góður vrnarmaður. Hann hefur aðeins skorað þrjú mörk en stoðsendingar hans eru fjölmargar. Hann varð Evrópumeistari í sumar og svo bættist Stórbikarinn í verðlaunasafn hans. Andrew er einn besti knattspyrnumaður Skotlands og hann hefur verið fyrirliði skoska landsliðsins síðustu mánuði. 





Sem fyrr segir þá er ekki vafi á því að kaup Liverpool á Andrew eru með þeim betri á seinni árum. Fyrir utan að kosta innan við tíu milljónir sterlingpunda þá fékk Liverpool frábæran leikmann sem á örugglega eftir að verða enn betri. 

Til hamingju með áfangann Andrew!





TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan