| Grétar Magnússon
Alex Oxlade-Chamberlain og Naby Keita voru á skotskónum með landsliðum sínum í leikjum sem fram fóru á fimmtudagskvöldið. Englendingar hafa tryggt sér sæti á EM næsta sumar.
Englendingar mættu Svarfjallalandi á heimavelli og sigur þýddi að heimamenn væru komnir á EM næsta sumar. Snemma leiks var ljóst í hvað stefndi og opnaði Alex Oxlade-Chamberlain markareikning Englendinga strax á 11. mínútu. Hann fékk sendingu hægra megin á vítateignum, lagði boltann fyrir sig og skaut svo hnitmiðuðu skoti í fjærhornið. Lokatölur voru 7-0 og spilaði Oxlade-Chamberlain í 56 mínútur af leiknum. Trent Alexander-Arnold var einnig í byrjunarliðinu og spilaði allan leikinn, hann lagði upp fimmta mark Englands í leiknum. Joe Gomez kom inná sem varamaður síðustu 20 mínútur leiksins.
Í undankeppni Afríkumótsins spilaði Naby Keita með Gíneu í 2-2 jafntefli gegn Malí. Keita jafnaði metin í 1-1 um miðbik seinni hálfleiks.
Sepp van den Berg spilaði allan leikinn fyrir U-19 ára landslið Hollands þegar liðið gerði 3-3 jafntefli við Tékkland, um vináttuleik var að ræða.
Ki-Jana Hoever hefur lokið þátttöku með Hollendingum á HM U-17 ára landsliða. Hollendingar töpuðu fyrir Mexíkó í undanúrslitum en leikurinn fór alla leið í vítaspyrnukeppni.
Á miðvikudagskvöldið spilaði svo Sadio Mané í 84 mínútur þegar Senegal vann 2-0 sigur á Kongó í undankeppni Afríkumótsins.
TIL BAKA
Landsleikjafréttir

Englendingar mættu Svarfjallalandi á heimavelli og sigur þýddi að heimamenn væru komnir á EM næsta sumar. Snemma leiks var ljóst í hvað stefndi og opnaði Alex Oxlade-Chamberlain markareikning Englendinga strax á 11. mínútu. Hann fékk sendingu hægra megin á vítateignum, lagði boltann fyrir sig og skaut svo hnitmiðuðu skoti í fjærhornið. Lokatölur voru 7-0 og spilaði Oxlade-Chamberlain í 56 mínútur af leiknum. Trent Alexander-Arnold var einnig í byrjunarliðinu og spilaði allan leikinn, hann lagði upp fimmta mark Englands í leiknum. Joe Gomez kom inná sem varamaður síðustu 20 mínútur leiksins.
Í undankeppni Afríkumótsins spilaði Naby Keita með Gíneu í 2-2 jafntefli gegn Malí. Keita jafnaði metin í 1-1 um miðbik seinni hálfleiks.
Sepp van den Berg spilaði allan leikinn fyrir U-19 ára landslið Hollands þegar liðið gerði 3-3 jafntefli við Tékkland, um vináttuleik var að ræða.
Ki-Jana Hoever hefur lokið þátttöku með Hollendingum á HM U-17 ára landsliða. Hollendingar töpuðu fyrir Mexíkó í undanúrslitum en leikurinn fór alla leið í vítaspyrnukeppni.
Á miðvikudagskvöldið spilaði svo Sadio Mané í 84 mínútur þegar Senegal vann 2-0 sigur á Kongó í undankeppni Afríkumótsins.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Af EM -
| Sf. Gutt
Bara Real Madrid! -
| Sf. Gutt
Þrír Evrópumeistarar! -
| Sf. Gutt
Æfingaleikir sumarsins -
| Sf. Gutt
Annar nýr markmaður -
| Sf. Gutt
Milos Kerkez kominn til Liverpool -
| Sf. Gutt
Nathaniel Phillips heldur á braut -
| Sf. Gutt
Skjaldarleikurinn liggur fyrir! -
| Sf. Gutt
Florian Wirtz keyptur fyrir metfé! -
| Sf. Gutt
Vitezslav Jaros lánaður
Fréttageymslan