| Sf. Gutt
Það er sannarlega ekki á hverjum degi sem knattspyrnumenn komast í Heimsmetabók Guinness. Trent Alexander-Arnold er nú kominn á spjöld þessarar frægu bókar sem nýtur mikilla vinsælda um allan heim.
Trent komst í bókina fyrir að setja met yfir stoðsendingar varnarmanns á einu keppnistímabili í Úrvalsdeildinni á Englandi. Trent átti 12 stoðsendingar á síðustu leiktíð og komst þar með í Heimsmetabókina. Andrew Robertson, félagi hans í hinni bakvarðarstöðunni kom honum skammt að baki með 11 stoðsendingar.
Trent var auðvitað mjög ánægður með þessa viðurkenningu. ,,Þetta er heiður fyrir mig. Ég hef alltaf viljað sækja fram völlinn og hjálpa liðinu að skapa eins mörg marktækifæri og mögulegt er. Auðvitað er það undir strákunum komið að setja boltann í markið því knattspyrna er liðsíþrótt. Án þeirra hefði ekki verið mögulegt fyrir mig að slá þetta met."
Trent segist hafa haft gaman af að lesa Heimsmetabókina þegar hann var krakki. En nú er hann sjálfur kominn í bókina!
,,Ég var vanur að lesa bókina þegar ég var strákur. Það er gaman að lesa bókina, fræðast um alls konar met og sjá hvað fólk er að fást við um allan heim. Þetta er ótrúlega stór stund fyrir mig og fjölskylduna mína. Þetta er met sem ég vona að muni standa í mörg ár."
TIL BAKA
Trent Alexander-Arnold í Heimsmetabók Guinness!

Það er sannarlega ekki á hverjum degi sem knattspyrnumenn komast í Heimsmetabók Guinness. Trent Alexander-Arnold er nú kominn á spjöld þessarar frægu bókar sem nýtur mikilla vinsælda um allan heim.
Trent komst í bókina fyrir að setja met yfir stoðsendingar varnarmanns á einu keppnistímabili í Úrvalsdeildinni á Englandi. Trent átti 12 stoðsendingar á síðustu leiktíð og komst þar með í Heimsmetabókina. Andrew Robertson, félagi hans í hinni bakvarðarstöðunni kom honum skammt að baki með 11 stoðsendingar.

Trent var auðvitað mjög ánægður með þessa viðurkenningu. ,,Þetta er heiður fyrir mig. Ég hef alltaf viljað sækja fram völlinn og hjálpa liðinu að skapa eins mörg marktækifæri og mögulegt er. Auðvitað er það undir strákunum komið að setja boltann í markið því knattspyrna er liðsíþrótt. Án þeirra hefði ekki verið mögulegt fyrir mig að slá þetta met."

Trent segist hafa haft gaman af að lesa Heimsmetabókina þegar hann var krakki. En nú er hann sjálfur kominn í bókina!
,,Ég var vanur að lesa bókina þegar ég var strákur. Það er gaman að lesa bókina, fræðast um alls konar met og sjá hvað fólk er að fást við um allan heim. Þetta er ótrúlega stór stund fyrir mig og fjölskylduna mína. Þetta er met sem ég vona að muni standa í mörg ár."
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Vil vera sem lengst! -
| Sf. Gutt
Heimsmeistarinn valinn bestur! -
| Sf. Gutt
Þarf að breyta til! -
| Sf. Gutt
Búið að dagsetja sigurförina! -
| Sf. Gutt
Leikjatilfærslur -
| Sf. Gutt
Trent heldur á braut -
| Sf. Gutt
Jarðhræringar í Liverpool! -
| Sf. Gutt
Af spjöldum sögunnar! -
| Sf. Gutt
Njótum stundarinnar! -
| Mummi
Við minnum á aðalfund klúbbsins þann 6. maí nk.
Fréttageymslan