| Sf. Gutt
Alisson Becker var kjörinn besti markmaður heims í karlaflokki í kjöri Alþjóðaknattspyrnusambandsins. Brasilíski markmaðurinn hefur rakað að sér verðlaunum á árinu. Hann vann þrjá Gullhanska. Fyrir ensku Úrvalsdeildina, Meistaradeildina og Suður Ameríkukeppnina. Hann var svo valinn í Lið ársins í vali Knattspyrnusambands Evrópu og nú Alþjóðaknattspyrnusambandsins.
Alisson varð Evrópumeistari með Liverpool í vor. Í sumar var hann í sigðurliði Brasilíu í Suður Ameríkukeppninni. Hann hafði meðal annars þetta að segja eftir að hann fékk verðlaunin frá Alþjóðaknattspyrnusambandinu.
,,Ég er virkilega hamingjusamur því ég hef lagt mikið á mig til að ná þessum árangri. Sem sagt til að vinna Meistaradeildina, að verða frábær leikmaður, til að hafa átt frábært keppnistímabil eins og ég átti með Liverpool og eins með landsliðinu. Jú, ég er hamingjusamur. Ég er líka alltaf þakklátur fjölskyldunni minni sem hjálpar mér mikið hvort sem vindurinn blæs með eða er á móti. Fjölskyldan er alltaf með mér og það veitir mér mikla hamingju."
Virgil van Dijk var tilnefndur sem Besti leikmaðurinn en þau verðlaun féllu í skaut Lionel Messi framherja Barcelona. Liverpool átti þrjár tilnefningar af tíu í flokki Besta leikmannsins. Fyrir utan Virgil voru Mohamed Salah og Sadio Mané tilnefndir. Aðrir sem voru tilnefndir voru þeir Cristiano Ronaldo - Juventus, Frenkie de Jong - Ajax/Barcelona, Matthijs de Ligt - Ajax/Juventus, Edin Hazard Chelsea/Real Madrid, Harry Kane - Tottenham Hotspur og Kylian Mbappé - Paris Saint Germain.
Virgil var þó valinn í Lið ársins. Alisson var, eins og áður sagði, valinn markmaður í því liði.
TIL BAKA
Alisson kjörinn besti markmaður heims
Alisson Becker var kjörinn besti markmaður heims í karlaflokki í kjöri Alþjóðaknattspyrnusambandsins. Brasilíski markmaðurinn hefur rakað að sér verðlaunum á árinu. Hann vann þrjá Gullhanska. Fyrir ensku Úrvalsdeildina, Meistaradeildina og Suður Ameríkukeppnina. Hann var svo valinn í Lið ársins í vali Knattspyrnusambands Evrópu og nú Alþjóðaknattspyrnusambandsins.
Alisson varð Evrópumeistari með Liverpool í vor. Í sumar var hann í sigðurliði Brasilíu í Suður Ameríkukeppninni. Hann hafði meðal annars þetta að segja eftir að hann fékk verðlaunin frá Alþjóðaknattspyrnusambandinu.
,,Ég er virkilega hamingjusamur því ég hef lagt mikið á mig til að ná þessum árangri. Sem sagt til að vinna Meistaradeildina, að verða frábær leikmaður, til að hafa átt frábært keppnistímabil eins og ég átti með Liverpool og eins með landsliðinu. Jú, ég er hamingjusamur. Ég er líka alltaf þakklátur fjölskyldunni minni sem hjálpar mér mikið hvort sem vindurinn blæs með eða er á móti. Fjölskyldan er alltaf með mér og það veitir mér mikla hamingju."
Virgil van Dijk var tilnefndur sem Besti leikmaðurinn en þau verðlaun féllu í skaut Lionel Messi framherja Barcelona. Liverpool átti þrjár tilnefningar af tíu í flokki Besta leikmannsins. Fyrir utan Virgil voru Mohamed Salah og Sadio Mané tilnefndir. Aðrir sem voru tilnefndir voru þeir Cristiano Ronaldo - Juventus, Frenkie de Jong - Ajax/Barcelona, Matthijs de Ligt - Ajax/Juventus, Edin Hazard Chelsea/Real Madrid, Harry Kane - Tottenham Hotspur og Kylian Mbappé - Paris Saint Germain.
Virgil var þó valinn í Lið ársins. Alisson var, eins og áður sagði, valinn markmaður í því liði.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Af samningamálum Mohamed Salah -
| Sf. Gutt
Af spjöldum sögunnar! -
| Sf. Gutt
Grannarimmunni frestað! -
| Sf. Gutt
Síðasti grannaslagurinn á Goodison Park! -
| Sf. Gutt
Jafntefli í ótrúlegum leik! -
| Sf. Gutt
Leikjatilfærslur -
| Sf. Gutt
Nýt hverrar mínútu hérna! -
| Sf. Gutt
Darwin tryggði sigur í blálokin! -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Uppskrift að Evrópukvöldi!
Fréttageymslan