| Sf. Gutt
Ryan Kent var í gærkvöldi seldur til Rangers. Hann lék þar sem lánsmaður á síðasta keppnistímabili undir stjórn Steven Gerrard. Steven hafði mikinn hug á að fá Ryan aftur til félagsins og það gekk eftir.
Samkvæmt frétt Liverpool Echo fær Liverpool 6,5 milljónir fyrir Ryan. Milljón getur bæst við ef ákvæði í samningnum verða uppfyllt. Svo fær Liverpool hluta af söluverði ef Ryan verður seldur frá Rangers.
Ryan hefur síðustu árin verið talinn meðal efnilegustu leikmönnum Liverpool. Auk þess að vera hjá Rangers hefur Ryan verið í láni hjá Coventry City, Barnsley, Bristol City og Freiburg í Þýskalandi.
Ryan Kent lék einn leik með aðalliði Liverpool. Það var gegn Exeter City í FA bikarnum á leiktíðinni 2015/16. Ryan, sem spilar framarlega á miðjunni eða á kantinum, stóð sig mjög vel á undirbúningstímabilinu í sumar og forráðamenn Liverpool voru tregir til að selja hann. En honum vegnar vonandi vel í framtíðinni og honum er þakkað framlag sitt til Liverpool.
Hér má lesa um feril hans á LFCHISTORY.NET.
TIL BAKA
Ryan Kent seldur

Ryan Kent var í gærkvöldi seldur til Rangers. Hann lék þar sem lánsmaður á síðasta keppnistímabili undir stjórn Steven Gerrard. Steven hafði mikinn hug á að fá Ryan aftur til félagsins og það gekk eftir.
Samkvæmt frétt Liverpool Echo fær Liverpool 6,5 milljónir fyrir Ryan. Milljón getur bæst við ef ákvæði í samningnum verða uppfyllt. Svo fær Liverpool hluta af söluverði ef Ryan verður seldur frá Rangers.
Ryan hefur síðustu árin verið talinn meðal efnilegustu leikmönnum Liverpool. Auk þess að vera hjá Rangers hefur Ryan verið í láni hjá Coventry City, Barnsley, Bristol City og Freiburg í Þýskalandi.

Ryan Kent lék einn leik með aðalliði Liverpool. Það var gegn Exeter City í FA bikarnum á leiktíðinni 2015/16. Ryan, sem spilar framarlega á miðjunni eða á kantinum, stóð sig mjög vel á undirbúningstímabilinu í sumar og forráðamenn Liverpool voru tregir til að selja hann. En honum vegnar vonandi vel í framtíðinni og honum er þakkað framlag sitt til Liverpool.
Hér má lesa um feril hans á LFCHISTORY.NET.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Jarðhræringar í Liverpool! -
| Sf. Gutt
Af spjöldum sögunnar! -
| Mummi
Við minnum á aðalfund klúbbsins þann 6. maí nk. -
| Sf. Gutt
Hamingjuóskir frá Jürgen Klopp! -
| Sf. Gutt
Útilokað að tapa leiknum! -
| Sf. Gutt
Liverpool er Englandsmeistari 2025! -
| Sf. Gutt
Eitt stig dugir! -
| Sf. Gutt
Ljúkum verkefninu! -
| Sf. Gutt
Gleðilegt sumar! -
| Sf. Gutt
Conor Bradley Leikmaður ársins hjá Norður Írum
Fréttageymslan