| Sf. Gutt

Connor Randall farinn


Connor Randall er fyrsti leikmaðurinn til að yfirgefa Liverpool eftir að deildarkeppninni lauk. Hann heldur á braut eftir að hafa verið hjá félaginu frá því hann var sex ára. Samningur hans við Liverpool rann út og nú getur hann fundið sér nýtt félag.  


Connor, sem er fæddur í Liverpool, þótti um tíma með allra efnilegustu leikmönnum Liverpool og var jafnan lykilmaður í yngri liðunum. Hann lék fyrst með aðlliði Liverpool á móti Bournemouth í 1:0 sigri í Deildarbikarnum í október 2015. Hann lék alls átta leiki í aðalliðinu. Hann var lánaður til Shrewsbury Town, Hearts og Rochdale. Connor var í láni hjá Hearts alla síðustu leiktíð og gekk vel. Á þessari leiktíð var hann hjá Rochdale fram að áramótum en kom þá heim til Liverpool og spilaði með undir 23. ára liðinu. Connor, sem spilaði oftast stöðu hægri bakvarðar, lék með undir 17 ára landsliði Englands.  

Við óskum Connor alls góðs á ferlinum og þökkum fyrir framlag hans. Draumur hans rættist. Hélt með Liverpool og náði að spila fyrir hönd félagsins. 

Hér má lesa allt það helsta um feril Connor Randall á LFCHISTORY.NET.


 
TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan