| Sf. Gutt

Leikur númer 50 hjá Virgil


Virgil van Dijk lék seinn 50. leik fyrir Liverpool á móti Brighton og átti stórleik eins og svo oft áður. Hér má kynna sér árangur hans hingað til.  


Í 50 fyrstu leikjum Hollendingsins hefur Liverpool unnið 33 leiki og haldið hreinu 24 sinnum. Jafntefli eru sjö og töpin tíu. Virgil hefur skorað tvö mörk og lagt upp tvö. Það mætti segja að hann gæti skorað fleiri mörk og vonandi á hann eftir að bæta í markaskorun sína. 

Virgil er mikið með boltann og hann hefur átt 3.643 sendingar í leikjunum 50. Alls hafa 88,64% af þeim ratað á samherja. Enginn hjá Liverpool hefur farið í fleiri einvígi á þessum tíma eða 445 og hefur hann unnið 71,69% af þeim. Virgil hefur hreinsað 272 sinnum frá, komist 59 sinnum inn í seindingar og farið 21 sinni fyrir skot. Hann er hæstur í þessum atriðum af félögum sínum.

Á liðnu ári var hann gerður að fyrirliða hollenska landsliðsins og eins hefur hann leitt Liverpool þegar þeir Jordan Henderson og James Milner hafa ekki verið inni á vellinum. Sumir telja að hann ætti að vera fyrirliði Liverpool. Þó svo Virgil hafi kostað stórfé má segja að Liverpool hafi gert kjarakaup þegar hann var keyptur frá Southampton. Ekki er útlit á öðru en hann verði lykilmaður í liði Liverpool næstu árin.


TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan