| Sf. Gutt

Connor Randall lánaður

Ungliðinn Connor Randall hefur verið lánaður. Hann mun spila út árið með Rochdale sem er í þriðju efstu deild. Þetta er önnur leiktíðin í röð sem hann er sendur til lánsdvalar. Á síðasta keppnistímabili spilaði Connor með Hearts í Skotlandi. Hann þótti standa sig nokkuð vel en skoska liðið vildi samt ekki kaupa hann. Árið 2015 var hann um tíma í láni hjá Shrewsbury Town. 

Connor, sem er varnarmaður, er alinn upp hjá Liverpool og hefur leikið átta leiki fyrir aðalliðið. Samingur hans við Liverpool rennur út næsta sumar. 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan