| Sf. Gutt
Úrslitaleikur Meistaradeildarinnar laugardaginn kemur er í Kænugarði. Leikvangurinn bar lengst af nafnið Lýðveldisleikvangurinn og var vígður í ágúst 1923. Hann ber núna nafnið Olympíuleikvangurinn en leikið var á vellinum á Olympíuleikunum 1980 en þeir fóru fram í Moskvu. Knattspyrnukeppnin fór þó fram a hluta til í öðrum borgum. Hann var líka notaður í Evrópumótinu í knattspyrnu árið 2012 sem fór fram í Úkraínu og Póllandi. Úrslitaleikur mótsins fór fram þar en þá unnu Spánverjar Ítali 4:0.
Leikvangurinn núna er þjóðarleikvangur Úrkraínu. Landsliðið leikur þar jafnan auk þess sem Dymano Kiev spilar stundum og þá aðallega Evrópuleiki. Völlurinn hefur tekið misjafnlega marga áhorfendur í gegnum tíðina og metið er 102.000 þegar Dynamo Kiev og Bayern Munchen mættust þar árið1977. Núna rúmast 70.050 áhorfendur á þessum glæsilega leikvangi en á úrslitaleiknum í Meistaradeildinni verða 63.000 áhorfendur.
Liverpool og Real Madrid fá 16.626 miða í sinn hlut á úrslitaleikinn. Sem fyrr fer mikill fjöldi miða til styrktaraðina og fyrirmenna. Fyrir vikið fá venjulegir stuðningsmenn tiltölulega fáa miða.
TIL BAKA
Vettvangur úrslitaleiksins

Úrslitaleikur Meistaradeildarinnar laugardaginn kemur er í Kænugarði. Leikvangurinn bar lengst af nafnið Lýðveldisleikvangurinn og var vígður í ágúst 1923. Hann ber núna nafnið Olympíuleikvangurinn en leikið var á vellinum á Olympíuleikunum 1980 en þeir fóru fram í Moskvu. Knattspyrnukeppnin fór þó fram a hluta til í öðrum borgum. Hann var líka notaður í Evrópumótinu í knattspyrnu árið 2012 sem fór fram í Úkraínu og Póllandi. Úrslitaleikur mótsins fór fram þar en þá unnu Spánverjar Ítali 4:0.
Leikvangurinn núna er þjóðarleikvangur Úrkraínu. Landsliðið leikur þar jafnan auk þess sem Dymano Kiev spilar stundum og þá aðallega Evrópuleiki. Völlurinn hefur tekið misjafnlega marga áhorfendur í gegnum tíðina og metið er 102.000 þegar Dynamo Kiev og Bayern Munchen mættust þar árið1977. Núna rúmast 70.050 áhorfendur á þessum glæsilega leikvangi en á úrslitaleiknum í Meistaradeildinni verða 63.000 áhorfendur.
Liverpool og Real Madrid fá 16.626 miða í sinn hlut á úrslitaleikinn. Sem fyrr fer mikill fjöldi miða til styrktaraðina og fyrirmenna. Fyrir vikið fá venjulegir stuðningsmenn tiltölulega fáa miða.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Meiðslafréttir -
| Sf. Gutt
Jafnt í fyrsta leik ársins -
| Sf. Gutt
Matt Beard borinn til grafar -
| Sf. Gutt
Af kvennaliðinu -
| Sf. Gutt
Fyrir 15 árum! -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Leikjatilfærslur -
| Sf. Gutt
Álfumet hjá Mohamed Salah! -
| Sf. Gutt
Ibrahima Konaté ekki til Íslands -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir
Fréttageymslan