| Sf. Gutt

Látum úrslitaleikinn verða að veruleika!


Jürgen Klopp, framkvæmdastjóri Liverpool, telur að Liverpool geti komist í úrslitaleikinn í Meistaradeildinni. En allt þarf að ganga upp til að svo geti orðið. 


,,Til að byrja með þá er mikilvægt að við getum virkilega notið þess að spila þá knattspyrnu sem við spilum. Það er bara eitt lið sem getur unnið þessa keppni. Keppnistímabilið er langt og okkar verkefni er að sýna okkar besta. Þó svo að við séum ekki bestir í deildinni þá verðum við samt að reyna að sýna okkar besta. Þetta erum við alltaf að reyna. Núna er það ekki deildin heldur Meistaradeildin. Á liðnu keppnistímabili urðum við að vinna síðasta leikinn á móti Middlesbrough. Það var ekki neitt sérstaklega þægileg tilfinning því það var úrslitaleikur. Svo komumst við áfram. Við fögnuðum eins og við hefðum komist áfram í keppnina en við vorum ekki komnir þangað því við þurftum að spila við Hoffenheim sem var engin dans á rósum. Við unnum þá viðureign líka og byrjuðum þessa vegferð."

,,Núna erum við hingað komnir eins og Roma. Bæði lið eiga möguleika á að komast í úrslitaleikinn. Meira þarf ég ekki að vita. Fólk getur talað um pressu eða að þetta sé bara tækifæri sem gefst einu sinni í lífinu. Ég hef heyrt þetta áður en það er ekki svona. Þetta er í annað sinn sem ég á möguleika á þessu á mínu æviskeiði. Engum hefði dottið það í hug. Við eigum kost á þessu og það er skemmtilegt. Fyrst þetta er möguleiki þá skulum við gera allt sem í okkar valdi stendur til að láta þetta verða að veruleika."


Eins og fyrir stórleiki á Anfield Road er mikið talað um kraftinn í stuðningsmönnum Liverpool. Jürgen Klopp segir að það séekki vafi á að stuðningsmenn Liverpool verði eins og best verður á kosið.

,,Ég þarf ekki að segja fólki hvað ég vil sjá frá þeim því allir vita það nú þegar. Þeir hafa meiri reynslu í svona leikjum en við. Þeir geta skapað andrúmsloft sem varla fyrirfinnst annars staðar í knattspyrnuheiminum. Ég veit ekki alveg hvort þeir geta skapað meiri stemmningu en á móti Manchester City en við skulum reyna á það hvort það er möguleiki. Svo augnablik eru einstök og það er eitthvað alvarlegt að manni ef maður nýtur þeirra ekki. Strákarnir úti á vellinum eiga mikið verk fyrir höndum en það er ekkert vandamál því það lá alltaf fyrir. Það er bara miklu skemmtilegra að eiga þetta framundan á Anfield. Ég þarf því ekkert að segja því ég veit að þeir verða fullkomnir!"

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan