| Sf. Gutt
Sigur Liverpool á Newcastle United var merkilegur fyrir þær sakir að þetta var í fyrsta sinn sem lið sem Rafael Benítez stjórnar tapar fyrir Liverpool. Hann hafði áður stjórnað þremur mismunandi liðum í fimm leikjum á móti Liverpool og aldrei tapað.
Tvívegis hafði Rafael stýrt Valencia, einu sinni Chelsea og svo Newcastle áður en kom að leiknum um helgina sem Liverpool vann 2:0.
Rafael Benítez bíður nú það verkefni að verja sæti Newcastle United í efstu deild. Liðið er eitt þeirra sem er að berjast við falldrauginn.
Þess má geta að vel kom í ljós í leik Liverpool og Newcastle í hversu miklum metum Rafael Benítez er hjá stuðningsmönnum liðanna. Á einum tímapunkti sungu stuðningsmenn beggja liða nafn Spánverjans svo bergmálaði á Anfield Road. Magnað!
TIL BAKA
Fyrsti sigur Liverpool á Rafael Benítez

Sigur Liverpool á Newcastle United var merkilegur fyrir þær sakir að þetta var í fyrsta sinn sem lið sem Rafael Benítez stjórnar tapar fyrir Liverpool. Hann hafði áður stjórnað þremur mismunandi liðum í fimm leikjum á móti Liverpool og aldrei tapað.

Rafael Benítez bíður nú það verkefni að verja sæti Newcastle United í efstu deild. Liðið er eitt þeirra sem er að berjast við falldrauginn.

Þess má geta að vel kom í ljós í leik Liverpool og Newcastle í hversu miklum metum Rafael Benítez er hjá stuðningsmönnum liðanna. Á einum tímapunkti sungu stuðningsmenn beggja liða nafn Spánverjans svo bergmálaði á Anfield Road. Magnað!
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Jarðhræringar í Liverpool! -
| Sf. Gutt
Af spjöldum sögunnar! -
| Mummi
Við minnum á aðalfund klúbbsins þann 6. maí nk. -
| Sf. Gutt
Hamingjuóskir frá Jürgen Klopp! -
| Sf. Gutt
Útilokað að tapa leiknum! -
| Sf. Gutt
Liverpool er Englandsmeistari 2025! -
| Sf. Gutt
Eitt stig dugir! -
| Sf. Gutt
Ljúkum verkefninu! -
| Sf. Gutt
Gleðilegt sumar! -
| Sf. Gutt
Conor Bradley Leikmaður ársins hjá Norður Írum
Fréttageymslan