| Sf. Gutt
Marko Grujic er farinn að æfa aftur eftir að hafa verið frá vegna meiðsla um nokkurt skeið. Hann spilaði síðast með aðalliði Liverpool í lok nóvember. Fljótlega eftir það meiddist Serbinn en er nú kominn aftur til æfinga og ætti að geta verið til taks til loka leiktíðar. Marko var búinn að spila fimm leiki með aðalliðinu áður en hann meiddist.
Marko, sem er talinn mjög efnilegur miðjumaður, var fyrsti leikmaðurinn sem Jürgen Klopp fékk til Liverpool. Lagði Jürgen mikla áherslu á að fá hann til félagsins. Gengið var frá samningi við hann í janúar í fyrra en hann lék sem lánsmaður hjá Rauðu stjörnunni í Belgrad til vors og varð hann meistari með liðinu sem hann ólst upp hjá. Marko þótti mjög öflugur á miðjunni og fékk mikið lof fyrir framgöngu sína. Það verður spennandi að sjá hvort hann kemur við sögu hjá Liverpool til vors en meiðsli miðjumanna gætu fært honum tækifæri.
TIL BAKA
Marko farinn að æfa

Marko Grujic er farinn að æfa aftur eftir að hafa verið frá vegna meiðsla um nokkurt skeið. Hann spilaði síðast með aðalliði Liverpool í lok nóvember. Fljótlega eftir það meiddist Serbinn en er nú kominn aftur til æfinga og ætti að geta verið til taks til loka leiktíðar. Marko var búinn að spila fimm leiki með aðalliðinu áður en hann meiddist.

Marko, sem er talinn mjög efnilegur miðjumaður, var fyrsti leikmaðurinn sem Jürgen Klopp fékk til Liverpool. Lagði Jürgen mikla áherslu á að fá hann til félagsins. Gengið var frá samningi við hann í janúar í fyrra en hann lék sem lánsmaður hjá Rauðu stjörnunni í Belgrad til vors og varð hann meistari með liðinu sem hann ólst upp hjá. Marko þótti mjög öflugur á miðjunni og fékk mikið lof fyrir framgöngu sína. Það verður spennandi að sjá hvort hann kemur við sögu hjá Liverpool til vors en meiðsli miðjumanna gætu fært honum tækifæri.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Meiðslafréttir -
| Sf. Gutt
Jafnt í fyrsta leik ársins -
| Sf. Gutt
Matt Beard borinn til grafar -
| Sf. Gutt
Af kvennaliðinu -
| Sf. Gutt
Fyrir 15 árum! -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Leikjatilfærslur -
| Sf. Gutt
Álfumet hjá Mohamed Salah! -
| Sf. Gutt
Ibrahima Konaté ekki til Íslands -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir
Fréttageymslan