| Sf. Gutt
Nokkur óvissa er ríkjandi um framtíð Emre Can hjá Liverpool. Núna í sumar er eitt ár eftir af samningi hans og viðræður um nýjan ganga að sögn hægt eða jafnvel ekkert. Hermt er að umboðsmaður Emre vilji fá duglega kauphækkun og forráðamenn Liverpool munu vera hikandi um að hækka kaupið jafn mikið og kröfur hafa verið gerðar um.
Vitað er að Jürgen Klopp hefur álit á landa sínum og myndi vilja halda honum hjá Liverpool. Emre hefur á hinn bóginn ekki spilað jafn vel á þessari leiktíð og þeirri síðustu og finnst sumum hann ekki hafa átt að vera jafn mikið í liðinu það sem af er árs og raun hefur verið á. Emre er þó ungur og gæti átt eftir að verða mun sterkari leikmaður.
Víst er að önnur félög hafa áhuga á Emre. Talið er að áhugi sé á Emre í herbúðum ítölsku meistarana Juventus og eins hafa nokkur þýsk félög verið nefnd. Það kemur væntanlega í ljós fyrir vorið hvort Emre fer frá Liverpool en það gæti vel farið svo.
TIL BAKA
Óvissa um framtíð Emre Can

Nokkur óvissa er ríkjandi um framtíð Emre Can hjá Liverpool. Núna í sumar er eitt ár eftir af samningi hans og viðræður um nýjan ganga að sögn hægt eða jafnvel ekkert. Hermt er að umboðsmaður Emre vilji fá duglega kauphækkun og forráðamenn Liverpool munu vera hikandi um að hækka kaupið jafn mikið og kröfur hafa verið gerðar um.

Vitað er að Jürgen Klopp hefur álit á landa sínum og myndi vilja halda honum hjá Liverpool. Emre hefur á hinn bóginn ekki spilað jafn vel á þessari leiktíð og þeirri síðustu og finnst sumum hann ekki hafa átt að vera jafn mikið í liðinu það sem af er árs og raun hefur verið á. Emre er þó ungur og gæti átt eftir að verða mun sterkari leikmaður.

Víst er að önnur félög hafa áhuga á Emre. Talið er að áhugi sé á Emre í herbúðum ítölsku meistarana Juventus og eins hafa nokkur þýsk félög verið nefnd. Það kemur væntanlega í ljós fyrir vorið hvort Emre fer frá Liverpool en það gæti vel farið svo.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Gleðileg jól! -
| Heimir Eyvindarson
Stjórnaðu spurningakeppni um Liverpool -
| Sf. Gutt
Alexander Isak frá næstu mánuði -
| Sf. Gutt
Jeremie Frimpong búinn að ná sér -
| Sf. Gutt
Virgil van Dijk í úrvalslið í fimmta sinn! -
| Sf. Gutt
Dómur upp kveðinn -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Mohamed fer til Marokkó -
| Sf. Gutt
Engin vandamál! -
| Sf. Gutt
Cody Gakpo meiddur
Fréttageymslan

