| Grétar Magnússon
Liverpool mætir Plymouth Argyle í næstu umferð ensku bikarkeppninnar en liðið sló út Newport County í endurteknum leik á miðvikudagskvöldið.
Leikurinn fer fram sunnudaginn 8. janúar klukkan 13:30 og verður í beinni útsendingu í sjónvarpi. Plymouth þurfti að hafa fyrir því að komast í þriðju umferðina, þeir eru á toppnum í League Two sem er neðsta atvinnumannadeildin í Englandi, þar mættu þeir botnliði deildarinnar Newport County á heimavelli Newport og þurfti að framlengja leikinn eftir að markalaust var eftir venjulegan leiktíma. Í fyrri hálfleik framlengingarinnar fengu Plymouth vítaspyrnu sem þeir misnotuðu en í seinni hálfleiknum fengu þeir aðra vítaspyrnu sem þeir nýttu og tryggðu sér þar með 0-1 sigur.
Liverpool og Plymouth hafa ekki mæst oft í sögunni en síðasti leikur þessara liða var árið 1962 þegar 3-2 sigur vannst í hörkuleik þar sem Roger Hunt skoraði sigurmarkið.
TIL BAKA
Þriðja umferð ensku bikarkeppninnar

Leikurinn fer fram sunnudaginn 8. janúar klukkan 13:30 og verður í beinni útsendingu í sjónvarpi. Plymouth þurfti að hafa fyrir því að komast í þriðju umferðina, þeir eru á toppnum í League Two sem er neðsta atvinnumannadeildin í Englandi, þar mættu þeir botnliði deildarinnar Newport County á heimavelli Newport og þurfti að framlengja leikinn eftir að markalaust var eftir venjulegan leiktíma. Í fyrri hálfleik framlengingarinnar fengu Plymouth vítaspyrnu sem þeir misnotuðu en í seinni hálfleiknum fengu þeir aðra vítaspyrnu sem þeir nýttu og tryggðu sér þar með 0-1 sigur.
Liverpool og Plymouth hafa ekki mæst oft í sögunni en síðasti leikur þessara liða var árið 1962 þegar 3-2 sigur vannst í hörkuleik þar sem Roger Hunt skoraði sigurmarkið.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Jarðhræringar í Liverpool! -
| Sf. Gutt
Af spjöldum sögunnar! -
| Mummi
Við minnum á aðalfund klúbbsins þann 6. maí nk. -
| Sf. Gutt
Hamingjuóskir frá Jürgen Klopp! -
| Sf. Gutt
Útilokað að tapa leiknum! -
| Sf. Gutt
Liverpool er Englandsmeistari 2025! -
| Sf. Gutt
Eitt stig dugir! -
| Sf. Gutt
Ljúkum verkefninu! -
| Sf. Gutt
Gleðilegt sumar! -
| Sf. Gutt
Conor Bradley Leikmaður ársins hjá Norður Írum
Fréttageymslan