| Grétar Magnússon
Mamadou Sakho bíður enn eftir að fá að vita hversu langt bann hann hlýtur fyrir að falla á lyfjaprófi í apríl síðastliðnum.
30 daga bann sem hann var settur í af evrópska knattspyrnusambandinu, UEFA, er að klárast en þrátt fyrir það hefur engin tilkynning borist frá sambandinu um lengd bannsins.
Sakho var sendur í lyfjapróf eftir 1-1 jafntefli við Manchester United á Old Trafford í seinni leik 16-liða úrslitanna í Evrópudeildinni. Hann neitaði svo að láta athuga B sýni og játaði á sig ákæru en einhverskonar fitubrennsluefni, sem er ólöglegt, fannst í sýni hans.
Hann missti af síðustu sjö leikjum liðsins á tímabilinu, þar með talið úrslitaleiknum í Evrópudeildinni og hann verður auðvitað ekki með Frökkum á EM í sumar.
Talsmaður UEFA sagði varðandi þetta mál: ,,Engin dagsetning hefur verið ákveðin ennþá. En frekari upplýsingar liggja fyrir í næstu viku."
TIL BAKA
Sakho bíður enn

30 daga bann sem hann var settur í af evrópska knattspyrnusambandinu, UEFA, er að klárast en þrátt fyrir það hefur engin tilkynning borist frá sambandinu um lengd bannsins.
Sakho var sendur í lyfjapróf eftir 1-1 jafntefli við Manchester United á Old Trafford í seinni leik 16-liða úrslitanna í Evrópudeildinni. Hann neitaði svo að láta athuga B sýni og játaði á sig ákæru en einhverskonar fitubrennsluefni, sem er ólöglegt, fannst í sýni hans.
Hann missti af síðustu sjö leikjum liðsins á tímabilinu, þar með talið úrslitaleiknum í Evrópudeildinni og hann verður auðvitað ekki með Frökkum á EM í sumar.
Talsmaður UEFA sagði varðandi þetta mál: ,,Engin dagsetning hefur verið ákveðin ennþá. En frekari upplýsingar liggja fyrir í næstu viku."
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Jarðhræringar í Liverpool! -
| Sf. Gutt
Af spjöldum sögunnar! -
| Mummi
Við minnum á aðalfund klúbbsins þann 6. maí nk. -
| Sf. Gutt
Hamingjuóskir frá Jürgen Klopp! -
| Sf. Gutt
Útilokað að tapa leiknum! -
| Sf. Gutt
Liverpool er Englandsmeistari 2025! -
| Sf. Gutt
Eitt stig dugir! -
| Sf. Gutt
Ljúkum verkefninu! -
| Sf. Gutt
Gleðilegt sumar! -
| Sf. Gutt
Conor Bradley Leikmaður ársins hjá Norður Írum
Fréttageymslan