| Sf. Gutt
Í fyrsta skipti í sögunni ganga leikmenn Liverpool og Manchester United á hólm í Evrópukeppni. Þó svo að það sé drjúg leið í úrslitaleikinn þá skiptir það engu máli í sambandi við mikilvægi leiksins og spennuna sem hefur verið að byggjast upp frá því liðin drógust saman.
Eftir að Liverpool komst í þessa umferð eftir að hafa slegið út þýska liðið Augsburg vonaði ég að Liverpool myndi dragast gegn Manchester United í næstu umferð. Mér varð að ósk minni. Jürgen Klopp var líka hinn kátasti með að Liverpool skyldi fá United og nú er að sjá hvað gerist.
Það mætti segja að Manchester United komi til leiks með nokkur undirtök því liðið hefur unnið fjórar síðustu viðureignir þessara miklu keppinauta. Liverpool hefur ekki náð sér á strik í þessum leikjum en nú er ekki annað í boði en að sýna sitt allra besta. Liðin eru áþekk að styrk ef marka má stöðuna í deildinni en það er ljóst að Liverpool á að geta velgt United undir uggum og það almennilega. Þó ekki nema fyrir það að Jürgen hefur úr flestum sínum bestu mönnum að velja á meðan fjölmarga lykilmenn vantar í lið mótherjana. Það hefur verið þæfingur hjá Louis van Gaal alla leiktíðina og margir stuðningsmenn United myndu vilja að Hollendingurinn færi úr stjórasætinu á maðan jákvætt andrúmsloft er hjá Liverpool og það er ekki síst Jürgen að þakka.
Þrátt fyrir alla erfiðleikana á Old Trafford hefur Liverpool gengið skelfilega gegn United í síðustu leikjum og Jürgen Klopp og aðstoðarmenn hans verða einfaldlega að finna lausn á þessu og veita leikmönnum sínum sjálfstraust til að leika nógu vel og komast áfram í næstu umferð í Evrópudeildinni. Það er ekki gott að segja hvernig Jürgen kemur til með að stilla upp liðinu sínu. Reyndar er líklegt að liðið verði áþekkt því sem vann sigur á Crystal Palace á sunnudaginn. Lucas Leiva er meiddur og James Milner tæpur vegna meiðsla en aðrir ættu að vera tiltækir. Reyndar verður gerð breyting á vörninni því Jon Flanagan var ekki valinn í Evrópuliðshópinn. Ekki er ólíklegt að breyting verði gerð á framlínunni. Divock Origi hefur leitt sóknina í síðustu tveimur leikjum. Hann hefur unnið vel en ekki skorað. Nú þarf mörk og þess vegna kemur Daniel Sturridge kannski inn í liðið og hugsanlega fær Christian Benteke tækifæri.
En fyrir utan leikmennina þá munu stuðningsmenn liðanna leika lykilhlutverk. Það þarf ekkert að efast um að Rauði herinn mun ekki liggja á liði sínu annað kvöld á Anfield og andrúmsloftið verður rafmagnað. Kraftur áhorfenda getur skipt sköpum og það á eftir að muna um allt. Öll smáatriði verða að falla saman í þá heild sem færir Liverpool sigur. Leikmenn Liverpool verða að standa sig, áhorfendur verða að styðja liðið sitt með ráðum og dáð og svo þarf sú heppni sem þarf til að vera með Liverpool. Ég spái því að Liverpool náði loksins að hrista af sér slyðruorðið gegn Manchester United og vinni 3:1. Emre Can, Philippe Coutinho og Daniel Sturridge verða á markalistanum. Liverpool verður að færa sér veika stöðu United í nyt. Annað er einfaldlega ekki í boði!
YNWA
Hér má sjá leikmenn Liverpool æfa sig fyrir leikinn á Melwood í dag. Myndirnar eru af Liverpoolfc.com.
TIL BAKA
Spáð í spilin
Liverpool v Manchester United
Eftir að Liverpool komst í þessa umferð eftir að hafa slegið út þýska liðið Augsburg vonaði ég að Liverpool myndi dragast gegn Manchester United í næstu umferð. Mér varð að ósk minni. Jürgen Klopp var líka hinn kátasti með að Liverpool skyldi fá United og nú er að sjá hvað gerist.
Það mætti segja að Manchester United komi til leiks með nokkur undirtök því liðið hefur unnið fjórar síðustu viðureignir þessara miklu keppinauta. Liverpool hefur ekki náð sér á strik í þessum leikjum en nú er ekki annað í boði en að sýna sitt allra besta. Liðin eru áþekk að styrk ef marka má stöðuna í deildinni en það er ljóst að Liverpool á að geta velgt United undir uggum og það almennilega. Þó ekki nema fyrir það að Jürgen hefur úr flestum sínum bestu mönnum að velja á meðan fjölmarga lykilmenn vantar í lið mótherjana. Það hefur verið þæfingur hjá Louis van Gaal alla leiktíðina og margir stuðningsmenn United myndu vilja að Hollendingurinn færi úr stjórasætinu á maðan jákvætt andrúmsloft er hjá Liverpool og það er ekki síst Jürgen að þakka.
Þrátt fyrir alla erfiðleikana á Old Trafford hefur Liverpool gengið skelfilega gegn United í síðustu leikjum og Jürgen Klopp og aðstoðarmenn hans verða einfaldlega að finna lausn á þessu og veita leikmönnum sínum sjálfstraust til að leika nógu vel og komast áfram í næstu umferð í Evrópudeildinni. Það er ekki gott að segja hvernig Jürgen kemur til með að stilla upp liðinu sínu. Reyndar er líklegt að liðið verði áþekkt því sem vann sigur á Crystal Palace á sunnudaginn. Lucas Leiva er meiddur og James Milner tæpur vegna meiðsla en aðrir ættu að vera tiltækir. Reyndar verður gerð breyting á vörninni því Jon Flanagan var ekki valinn í Evrópuliðshópinn. Ekki er ólíklegt að breyting verði gerð á framlínunni. Divock Origi hefur leitt sóknina í síðustu tveimur leikjum. Hann hefur unnið vel en ekki skorað. Nú þarf mörk og þess vegna kemur Daniel Sturridge kannski inn í liðið og hugsanlega fær Christian Benteke tækifæri.
En fyrir utan leikmennina þá munu stuðningsmenn liðanna leika lykilhlutverk. Það þarf ekkert að efast um að Rauði herinn mun ekki liggja á liði sínu annað kvöld á Anfield og andrúmsloftið verður rafmagnað. Kraftur áhorfenda getur skipt sköpum og það á eftir að muna um allt. Öll smáatriði verða að falla saman í þá heild sem færir Liverpool sigur. Leikmenn Liverpool verða að standa sig, áhorfendur verða að styðja liðið sitt með ráðum og dáð og svo þarf sú heppni sem þarf til að vera með Liverpool. Ég spái því að Liverpool náði loksins að hrista af sér slyðruorðið gegn Manchester United og vinni 3:1. Emre Can, Philippe Coutinho og Daniel Sturridge verða á markalistanum. Liverpool verður að færa sér veika stöðu United í nyt. Annað er einfaldlega ekki í boði!
YNWA
Hér má sjá leikmenn Liverpool æfa sig fyrir leikinn á Melwood í dag. Myndirnar eru af Liverpoolfc.com.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Steven syrgir Sven -
| Sf. Gutt
Harvey Elliott meiddur -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Leikjatilfærslur -
| Sf. Gutt
Fulltrúar Liverpool á EM -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Brighton og Liverpool – Leicester -
| Sf. Gutt
Nýr búningur kynntur -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Frábær úrslit! -
| Sf. Gutt
Merkileg tímamót!
Fréttageymslan