| Sf. Gutt
Þetta eru nú reyndar ekki óvæntar fréttir en Steven Gerrard mun leiða Liverpool til leiks í dag á Anfield Road gegn Crystal Palace. Þetta verður síðasti leikur hans á Anfield þar sem hann hefur leikið listir sínar frá því í nóvemeber 1998. Þetta er liðið sem Brendan Rodgers sendir til leiks í dag.
Simon Mignolet, Emre Can, Martin Skrtel, Dejan Lovren, Alberto Moreno, Steven Gerrard, Jordan Henderson, Adam Lallana, Philippe Coutinho, Jordan Ibe og Raheem Sterling. Varamenn eru Danny Ward, Glen Johnson, Kolo Toure, Rickie Lambert, Lucas Leiva, Joe Allen og Jerome Sinclair.
Myndin hér að ofan var tekin þegar Steven Gerrard kom til leiks og gekk til búningsherbergis Liverpool í síðasta sinn sem leikmaður Liverpool.
Fyrir leikinn munu leikmenn Liverpool og Crystal Palace mynda heiðursvörð og klappa fyrir Steven þegar hann gengur til leiks. Um leið munu áhorfendur á The Kop og í neðri hluta Aldarstúkunnar mynda myndverk honum til heiðurs. Þetta verður mögnuð stund og svo hefst leikurinn sem þarf að vinnast!
TIL BAKA
Steven byrjar í kveðjuleiknum á Anfield!

Þetta eru nú reyndar ekki óvæntar fréttir en Steven Gerrard mun leiða Liverpool til leiks í dag á Anfield Road gegn Crystal Palace. Þetta verður síðasti leikur hans á Anfield þar sem hann hefur leikið listir sínar frá því í nóvemeber 1998. Þetta er liðið sem Brendan Rodgers sendir til leiks í dag.
Simon Mignolet, Emre Can, Martin Skrtel, Dejan Lovren, Alberto Moreno, Steven Gerrard, Jordan Henderson, Adam Lallana, Philippe Coutinho, Jordan Ibe og Raheem Sterling. Varamenn eru Danny Ward, Glen Johnson, Kolo Toure, Rickie Lambert, Lucas Leiva, Joe Allen og Jerome Sinclair.
Myndin hér að ofan var tekin þegar Steven Gerrard kom til leiks og gekk til búningsherbergis Liverpool í síðasta sinn sem leikmaður Liverpool.

Fyrir leikinn munu leikmenn Liverpool og Crystal Palace mynda heiðursvörð og klappa fyrir Steven þegar hann gengur til leiks. Um leið munu áhorfendur á The Kop og í neðri hluta Aldarstúkunnar mynda myndverk honum til heiðurs. Þetta verður mögnuð stund og svo hefst leikurinn sem þarf að vinnast!
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Dregið í Meistaradeildinni -
| Mummi
Fjölskylduhátíð Liverpoolklúbbsins á Íslandi -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Nýtt félagsmet! -
| Sf. Gutt
Verðlaun í fyrsta leik! -
| Sf. Gutt
Enn orðaður við Liverpool -
| Sf. Gutt
Sagan endalausa! -
| Sf. Gutt
Verðlaun í fyrsta leik! -
| Mummi
Miðasala á Liverpoolleiki -
| Sf. Gutt
Áhorfandi settur í bann!
Fréttageymslan