| Sf. Gutt
Það þótti mögnuð stund þegar Steven Gerrard fór af velli gegn Chelsea í dag. Áhorfendur á Stamford Bridge stóðu þá upp og klöppuðu fyrir Steven. Framkvæmdastjórarnir Brendan Rodgers og Jose Mourinho klöppuðu líka við hliðarlínuna.
Eftir leik var Steven Gerrard spurður út í það þegar áhorfendur á Stamford Bridge klöppuðu fyrir honum. Fréttamaðurinn fékk magnað tilsvar frá fyrirliðanum og það sagði sína sögu!
,,Ég var ánægðari með að stuðningsmenn Liverpool skyldu klappa fyrir mér. Stuðningsmenn Chelsea sýndu mér virðingu í nokkrar sekúndur í dag en fyrir utan það rökkuðu þeir mig niður allan leikinn."
,,Ég ætla ekkert að fara að óska stuðningsmönnum Chelsea góðs. Það var þó vinalegt af þeim að mæta til tilbreytingar í dag og það var fallegt af þeim að gera þetta. Ég veit að þeir hafa úthúðað mér árum saman því ég gekk ekki til liðs við liðið þeirra. Ég hef á hinn bóginn alltaf átt frábæran stuðning stuðningsmanna Liverpool vísan. Það er það eina sem skiptir mig máli."
Jose Mourinho sagði eftir leikinn að hann hafði verið mjög ánægður með að stuðningsmenn Chelsea skyldu hafa klappað fyrir Steven Gerrard.
,,Ég er mjög ánægur með að það skyldi hafa verið klappað fyrir honum. Stuðningsmenn Chelsea syngja neikvæða söngva um hann af því þeir bera virðingu fyrir honum sem fornum óvini sem þeim þykir vænt um þó hann hafi alltaf barist af miklum krafti gegn okkur í öllum keppnum. Eftir allt sem á undan hefur gengið þá er magnað að þeir skyldu standa á fætur og klappa fyrir honum. Hann fær svona hyllingu á Anfield viku eftir viku og ár eftir ár en það er magnað að vera hylltur á þennan hátt á útivelli."
Jose sagði fyrir leikinn að hann myndi sakna Steven Gerrard mikið úr ensku knattspyrnunni. Hann sagðist hafa reynt að fá Steven til Chelsea, Inter Milan og Real Madrid en allt hafi komið fyrir ekki. Steven var spurður út í þetta eftir leikinn.
,,Ég ber gríðarlega virðingu fyrir honum. Hann er besti framkvæmdastjóri í heimi. Ég hefði getað farið þrisvar sinnum til hans nema af því ég er svona mikill stuðningsmaður Liverpool. Hann var aðalástæðan fyrir því að ég íhugaði, eins og tvisvar sinnum, að fara. En hann vissi af hverju ég gat það ekki. Ástæðan er sú að ég elska Liverpool Football Club. Það hefur alltaf meiri þýðingu ef maður nýtur velgengni hjá fólkinu sínu!"
Enn eitt magnað tilsvar hjá þessum frábæra fulltrúa Liverpool Football Club!
Þess má að lokum geta að markið sem Steven skroraði gegn Chelsea var hans 119. deildarmark. Hann fór þar með upp fyrir þá Kenny Dalglish og Michael Owen upp í níunda sæti í deildarmörkum. Flest deildarmörk fyrir Liverpool hefur Roger Hunt skorað eða 244. Steven fór um síðustu helgi upp í fimmta sæti í samanlögðum mörkum.
TIL BAKA
Ánægðari með stuðningsmenn Liverpool!
Það þótti mögnuð stund þegar Steven Gerrard fór af velli gegn Chelsea í dag. Áhorfendur á Stamford Bridge stóðu þá upp og klöppuðu fyrir Steven. Framkvæmdastjórarnir Brendan Rodgers og Jose Mourinho klöppuðu líka við hliðarlínuna.
Eftir leik var Steven Gerrard spurður út í það þegar áhorfendur á Stamford Bridge klöppuðu fyrir honum. Fréttamaðurinn fékk magnað tilsvar frá fyrirliðanum og það sagði sína sögu!
,,Ég var ánægðari með að stuðningsmenn Liverpool skyldu klappa fyrir mér. Stuðningsmenn Chelsea sýndu mér virðingu í nokkrar sekúndur í dag en fyrir utan það rökkuðu þeir mig niður allan leikinn."
,,Ég ætla ekkert að fara að óska stuðningsmönnum Chelsea góðs. Það var þó vinalegt af þeim að mæta til tilbreytingar í dag og það var fallegt af þeim að gera þetta. Ég veit að þeir hafa úthúðað mér árum saman því ég gekk ekki til liðs við liðið þeirra. Ég hef á hinn bóginn alltaf átt frábæran stuðning stuðningsmanna Liverpool vísan. Það er það eina sem skiptir mig máli."
Jose Mourinho sagði eftir leikinn að hann hafði verið mjög ánægður með að stuðningsmenn Chelsea skyldu hafa klappað fyrir Steven Gerrard.
,,Ég er mjög ánægur með að það skyldi hafa verið klappað fyrir honum. Stuðningsmenn Chelsea syngja neikvæða söngva um hann af því þeir bera virðingu fyrir honum sem fornum óvini sem þeim þykir vænt um þó hann hafi alltaf barist af miklum krafti gegn okkur í öllum keppnum. Eftir allt sem á undan hefur gengið þá er magnað að þeir skyldu standa á fætur og klappa fyrir honum. Hann fær svona hyllingu á Anfield viku eftir viku og ár eftir ár en það er magnað að vera hylltur á þennan hátt á útivelli."
Jose sagði fyrir leikinn að hann myndi sakna Steven Gerrard mikið úr ensku knattspyrnunni. Hann sagðist hafa reynt að fá Steven til Chelsea, Inter Milan og Real Madrid en allt hafi komið fyrir ekki. Steven var spurður út í þetta eftir leikinn.
,,Ég ber gríðarlega virðingu fyrir honum. Hann er besti framkvæmdastjóri í heimi. Ég hefði getað farið þrisvar sinnum til hans nema af því ég er svona mikill stuðningsmaður Liverpool. Hann var aðalástæðan fyrir því að ég íhugaði, eins og tvisvar sinnum, að fara. En hann vissi af hverju ég gat það ekki. Ástæðan er sú að ég elska Liverpool Football Club. Það hefur alltaf meiri þýðingu ef maður nýtur velgengni hjá fólkinu sínu!"
Enn eitt magnað tilsvar hjá þessum frábæra fulltrúa Liverpool Football Club!
Þess má að lokum geta að markið sem Steven skroraði gegn Chelsea var hans 119. deildarmark. Hann fór þar með upp fyrir þá Kenny Dalglish og Michael Owen upp í níunda sæti í deildarmörkum. Flest deildarmörk fyrir Liverpool hefur Roger Hunt skorað eða 244. Steven fór um síðustu helgi upp í fimmta sæti í samanlögðum mörkum.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Mohamed Salah þokast upp markalistann! -
| Sf. Gutt
Ég er sallarólegur! -
| Sf. Gutt
Jafnglími í höfuðstaðnum -
| Sf. Gutt
Vilja vinna allar keppnir! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Meiðslafréttir -
| Sf. Gutt
Af kvennaliðinu -
| Sf. Gutt
Nýtt félagsmet! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur í Þýskalandi!
Fréttageymslan