| Sf. Gutt
Hið magnaða sigurmark Steven Gerrard gegn Q.P.R. á Anfiled í gær fór á spjöld sögunnar. Markið þýðir að Steven er nú fimmti markahæsti leikmaður í sögu Liverpool.
Um leið og boltinn þandi netmöskvana fyrir framan The Kop, á 87. mínútu, hafði Steven Gerrard skoraði í 184. sinn fyrir Liverpool. Um leið færðist hann upp fyrir Robbie Fowler á markalista félagsins en þeir hafa verið jafnir á listanum góða frá því Steven skoraði í 3:2 sigri Liverpool á Tottenham í febrúar. Enn eitt afrekið hjá fyrirliðanum sem fagnaði markinu ógurlega. Hann hefur örugglega ekki velt því fyrir sér að hann var að færst upp á markalista Liverpool. Aðalatriðið fyrir hann var að bæta fyrir að hafa mistekist að skora úr vítaspyrnu nokkru fyrr og tryggja liðinu sínu sigur!
Ian Rush er auðvitað efstur á markaskoraralistanum með 346 mörk. Annar er Roger Hunt með 285. Gordon Hodgson er í þriðja sæti en hann skoraði 241 mark. Fjórði er Billy Liddell með 228 mörk og svo kemur Steven Gerrard með sín 184.
TIL BAKA
Steven fór upp fyrir Robbie!

Hið magnaða sigurmark Steven Gerrard gegn Q.P.R. á Anfiled í gær fór á spjöld sögunnar. Markið þýðir að Steven er nú fimmti markahæsti leikmaður í sögu Liverpool.

Um leið og boltinn þandi netmöskvana fyrir framan The Kop, á 87. mínútu, hafði Steven Gerrard skoraði í 184. sinn fyrir Liverpool. Um leið færðist hann upp fyrir Robbie Fowler á markalista félagsins en þeir hafa verið jafnir á listanum góða frá því Steven skoraði í 3:2 sigri Liverpool á Tottenham í febrúar. Enn eitt afrekið hjá fyrirliðanum sem fagnaði markinu ógurlega. Hann hefur örugglega ekki velt því fyrir sér að hann var að færst upp á markalista Liverpool. Aðalatriðið fyrir hann var að bæta fyrir að hafa mistekist að skora úr vítaspyrnu nokkru fyrr og tryggja liðinu sínu sigur!
Ian Rush er auðvitað efstur á markaskoraralistanum með 346 mörk. Annar er Roger Hunt með 285. Gordon Hodgson er í þriðja sæti en hann skoraði 241 mark. Fjórði er Billy Liddell með 228 mörk og svo kemur Steven Gerrard með sín 184.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Jarðhræringar í Liverpool! -
| Sf. Gutt
Af spjöldum sögunnar! -
| Mummi
Við minnum á aðalfund klúbbsins þann 6. maí nk. -
| Sf. Gutt
Hamingjuóskir frá Jürgen Klopp! -
| Sf. Gutt
Útilokað að tapa leiknum! -
| Sf. Gutt
Liverpool er Englandsmeistari 2025! -
| Sf. Gutt
Eitt stig dugir! -
| Sf. Gutt
Ljúkum verkefninu! -
| Sf. Gutt
Gleðilegt sumar! -
| Sf. Gutt
Conor Bradley Leikmaður ársins hjá Norður Írum
Fréttageymslan