| Sf. Gutt

Steven Gerrard með 700 leiki!


Steven Gerrard náði þeim merka áfanga í kvöld að leika sinn 700. leik fyrir hönd Liverpool. Hann leiddi Liverpool til leiks og stóð fyrir sínu í leiknum sem endaði með 1:2 sigri eftir að ungu mennirnir Raheem Sterling og Philippe Coutinho sáu til þess að 700. leikurinn var gleðilegur fyrir fyrirliðann.


Steven skrifaði þetta á Instagram síðu sína efir leikinn. ,,Ég náði áfanga í kvöld sem ég er mjög stoltur af. Ég þakka öllum liðsfélögum mínum sem ég hef spilað með núna og fyrr á árum. Ég vil líka þakka bestu stuðningsmönnum í heimi sem hafa fylgt mér á þessari vegferð. Ég vil líka sérstaklega nefna Brendan og þá framkvæmdastjóra sem hafa verið á undan honum sem hafa og eru enn að hjálpa mér við að spila knattspyrnu."  


  

Aðeins tveir leikmenn hafa leikið fleiri leiki með Liverpool en Steven. Ian Callaghan er leikjahæstur með 857 leiki og Jamie Carragher lék 737. Steven er núna með 700 leiki og nú er að sjá hversu marga leiki hann spilar til vors. Þessir þrír leikmenn eru þeir einu í sögu Liverpool til að ná 700 eða fleiri leikjum. Leiða má líkum að því að Steven hefði farið yfir 800 leiki ef hann hefði ekki ákveðið að yfirgefa Liverpool núna í vor. 

 
TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan