| Sf. Gutt

Allt undir á Stamford Bridge!Það verður allt undir á Stamford Bridge í kvöld þegar Liverpool mætir Chelsea í seinni leik liðanna í undanúrslitum Deildarbikarsins. Annað liðið kemst í úrslitaleikinn sem fer fram á Wembley fyrsta daginn í mars.  


Eins og allir vita þá lauk fyrri leiknum á Anfield Road fyrir viku 1:1. Chelsea, undir stjórn Jose Mourhino sem hefur aldrei líkað við Liverpool, stendur því betur að vígi og Liverpool þarf sigur í kvöld eða þá jafntefli 2:2 og þar yfir. Reyndar gilda útimörk í Deildarbikarnum ekki fyrr en eftir framlenginu. Svo gæti allt ráðist í vítaspyrnukeppni en þá þarf staðan að vera 1:1 eftir framlengingu. Chelsea hefur heimavöllinn í kvöld en þar tapaði liðið gríðarlega óvænt 2:4 fyrir Bradford í F.A. bikarnum á laugardaginn var. Þetta eru ein óvæntustu úrslit í ensku knattspyrnunni á seinni árum og spurning hvaða áhrif þau hafa á Chelsea í kvöld. 


Brendan Rodgers framkvæmdastjóri Liverpool er bjartsýnn fyrir leikinn mikilvæga. ,,Við mætum óhræddir til leiks. Við berum að sjálsögu virðingu fyrir mótherjanum því þeir hafa mjög góðu liði á að skipa en við höfum ekkert að óttast. Við erum með lið sem hefur verið gott núna. Við höfum verið að spila vel, vinna vel og við vitum að við getum farið þangað og unnið. Það er lykilatriði. Annað mikilvægt lykilatriði fyrir okkur, eins og við sáum um helgina, eru stuðningsmenn okkar. Við vitum að stuðningsmennirnir sem ferðast með okkur eru ótrúlegir. Það verður spennandi að spila undanúrsitaleik og hafa þá með. Vonandi stöndum við okkur fyrir þá og komumst í úrslitaleikinn."


Já, það er úrslitaleikur í húfi í þriðju mikilvægustu knattspyrnukeppni Englands. Liverpool vann þessa keppni síðast 2012 og hefur ekki unnið stórtitil síðan. Brendan Rodgers getur komið Liverpool í fyrsta úrslitaleikinn á valdatíð sinni. Upp með treflana!


TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan