| Heimir Eyvindarson
Steven Gerrard bendir á hið augljósa þegar hann segir að sigur gegn Arsenal í dag myndi gefa liðinu mikið sjálfstraust. Hann segist enn trúa því að Liverpool geti verið með í baráttunni um 4. sætið.
„Við erum lið í ákveðnu þróunar- og framgangsferli. Ég trúi því að við séum á réttri leið, þótt það sé brekka hjá okkur núna. Ég skal vera fyrstur til að viðurkenna að tímabilið það sem af er hefur verið mikil vonbrigði."
„Við vissum alltaf að það kæmu hæðir og lægðir, en við áttum kannski ekki von á því að dalurinn yrði svona djúpur. Við höfum ekki verið að spila vel og staða okkar í deildinni er engan veginn ásættanleg. Það er enginn ánægður með gengi okkar, en við vitum að við getum gert betur."
„Við erum mjög einbeittir í að snúa gengi liðsins við. Það mun taka tíma en ég er alveg viss um að við munum á endanum komast þangað sem við stefnum."
„Stór liður í því að fá hjólin til að snúast aftur væri að ná sigri í stórleik eins og í dag. það myndi gefa okkur mikið sjálfstraust, sem er afar mikilvægt á þessum tímapunkti þegar langt og strangt jólaprógramm er framundan. Það væri virkilega gott fyrir okkur að ná nokkrum sigurleikjum í röð. Það myndi breyta miklu."
„Við erum sterkt lið og andinn í hópnum er mjög góður. Við erum með góðan stjóra og við trúum því að við séum á réttri leið. Við munum allir sem einn leggja okkur 100% fram til þess að ná settu marki. Það er bara tímaspursmál hvenær okkur fer að ganga betur," segir fyrirliðinn að lokum. Einbeittur sem aldrei fyrr.
TIL BAKA
Sigur í dag myndi gera mikið fyrir okkur

„Við erum lið í ákveðnu þróunar- og framgangsferli. Ég trúi því að við séum á réttri leið, þótt það sé brekka hjá okkur núna. Ég skal vera fyrstur til að viðurkenna að tímabilið það sem af er hefur verið mikil vonbrigði."
„Við vissum alltaf að það kæmu hæðir og lægðir, en við áttum kannski ekki von á því að dalurinn yrði svona djúpur. Við höfum ekki verið að spila vel og staða okkar í deildinni er engan veginn ásættanleg. Það er enginn ánægður með gengi okkar, en við vitum að við getum gert betur."
„Við erum mjög einbeittir í að snúa gengi liðsins við. Það mun taka tíma en ég er alveg viss um að við munum á endanum komast þangað sem við stefnum."
„Stór liður í því að fá hjólin til að snúast aftur væri að ná sigri í stórleik eins og í dag. það myndi gefa okkur mikið sjálfstraust, sem er afar mikilvægt á þessum tímapunkti þegar langt og strangt jólaprógramm er framundan. Það væri virkilega gott fyrir okkur að ná nokkrum sigurleikjum í röð. Það myndi breyta miklu."
„Við erum sterkt lið og andinn í hópnum er mjög góður. Við erum með góðan stjóra og við trúum því að við séum á réttri leið. Við munum allir sem einn leggja okkur 100% fram til þess að ná settu marki. Það er bara tímaspursmál hvenær okkur fer að ganga betur," segir fyrirliðinn að lokum. Einbeittur sem aldrei fyrr.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Jarðhræringar í Liverpool! -
| Sf. Gutt
Af spjöldum sögunnar! -
| Sf. Gutt
Njótum stundarinnar! -
| Mummi
Við minnum á aðalfund klúbbsins þann 6. maí nk. -
| Sf. Gutt
Hamingjuóskir frá Jürgen Klopp! -
| Sf. Gutt
Útilokað að tapa leiknum! -
| Sf. Gutt
Liverpool er Englandsmeistari 2025! -
| Sf. Gutt
Eitt stig dugir! -
| Sf. Gutt
Ljúkum verkefninu! -
| Sf. Gutt
Gleðilegt sumar!
Fréttageymslan