| Heimir Eyvindarson
Adam Lallana haltraði af æfingu í Boston í dag. Nú hefur komið í ljós að liðband í hné er skaddað og hann verður frá í sex vikur.
Til stóð að Lallana spilaði sinn fyrsta leik fyrir Liverpool gegn Olympiakos á sunnudaginn, en nú er því miður ljóst að ekkert verður af því. Lallana missir af fyrstu þremur leikjum tímabilsins, gegn Southampton, Manchester City og Tottenham. Hann mun að öllum líkindum fyrst verða leikfær þegar Liverpool mætir Aston Villa 13. september.
Þetta er vitanlega mikið áfall fyrir Lallana og Liverpool, en við óskum honum góðs bata og vonum að hann verði kominn á ferðina sem fyrst.
TIL BAKA
Lallana frá í sex vikur
Adam Lallana haltraði af æfingu í Boston í dag. Nú hefur komið í ljós að liðband í hné er skaddað og hann verður frá í sex vikur.
Til stóð að Lallana spilaði sinn fyrsta leik fyrir Liverpool gegn Olympiakos á sunnudaginn, en nú er því miður ljóst að ekkert verður af því. Lallana missir af fyrstu þremur leikjum tímabilsins, gegn Southampton, Manchester City og Tottenham. Hann mun að öllum líkindum fyrst verða leikfær þegar Liverpool mætir Aston Villa 13. september.
Þetta er vitanlega mikið áfall fyrir Lallana og Liverpool, en við óskum honum góðs bata og vonum að hann verði kominn á ferðina sem fyrst.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Dominik er sama hvar hann spilar -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Í minningu -
| Mummi
Miðasala á Liverpoolleiki -
| Sf. Gutt
Óvíst með Ibrahima Konaté -
| Sf. Gutt
Vopnahlésdagurinn -
| Sf. Gutt
Ekkert mark í fyrsta sinn í rúmt ár! -
| Sf. Gutt
Pep Lijnders kominn á annan bekk! -
| Sf. Gutt
Kveðja Trent til Diogo -
| Sf. Gutt
Varð bara að skalla boltann!
Fréttageymslan

