Í minningu

Í dag er fæðingardagur Ron Yeats. Hann er einn af mestu hetjum í sögu Liverpool. Skotinn var lykilmaður í vörn Liverpool um árabil. Hann lést 6. september í fyrra. Ron hafði fyrir lát sitt verið lélegur til heilsu í nokkur ár.

Ron Yeats fæddist í Aberdeen á Skotlandi 15. nóvember 1937. Hann byrjaði snemma að æfa knattspyrnu en var farinn að læra slátaraiðn þegar hann fékk atvinnumannasamning við Dundee United 1957. Hann varð ungur fyrirliði liðsins og fór að vekja athygli liða á Englandi. Vorið 1961 komst Dundee United upp í efstu deild á Skotlandi. Þá um sumarið lagði Bill hart að forráðamönnum Liverpool að kaupa Ron og eins skoska framherjann Ian St John. Þeir eru á myndinni hér að ofan. Bill fékk sínu framgengt. Liverpool borgaði 22.000 sterlingspund fyrir Ron. Á blaðamannafundi þegar Ron var kynntur sem nýr leikmaður bauð Bill blaðamönnum að ganga í kringum risann!

Bill Shankly hafði veitt Ron athygli þegar hann var framkvæmdastjóri Huddersfield Town og var sannfærður um að þessi sterki miðvörður myndi verða lykilmaður í liði hans. Bill sagði forráðamönnum Liverpool að liðið, sem þá var í annarri deild, myndi komast komast upp í efstu deild og vinna FA bikarinn ef Ron yrði keyptur. Það gekk eftir því vorið eftir vann Liverpool aðra deild með yfirburðum. Ron tók við bikarnum fyrir sigur í deildinni því Bill hafði strax gert hann að fyrirliða.
x520.jpg)
Bill var búinn að byggja upp frábært lið og á keppnistímabilinu 1963/64 varð Liverpool Englandsmeistari! Frábær árangur aðeins tveimur árum eftir að liðið komst upp í efstu deild.

Á keppnistímabilinu á eftir rættist spá Bill endanlega en þá vann Liverpool FA bikarinn í fyrsta sinn í sögu félagsins eftir 2:1 sigur á Leeds United á Wembley. Ron tók við bikarnum eftir leik úr höndum Elísabetar Bretadrottningar. Ron sagði síðar um þessa glæstu sigurstund. ,,Þetta var ógleymanleg stund. Það var ólýsanlegt að sjá gleðina á meðal stuðningsmanna okkar. Mest langaði mig til að henda bikarnum út í hóp aðdáenda okkar. Mér fannst að við höfðum unnið bikarinn saman." Mörgum, sem upplifðu þessa stund, finnst enn að bikarsigurinn sé stærsta stund sem þeir hafa upplifað sem stuðningsmenn Liverpool.
Liverpool hélt áfram á sömu braut leiktíðina 1965/66 og varð enskur meistari í annað sinn á þremur árum. Ron lék alla 42 deildarleiki Liverpool á þessari leiktíð. Liverpool komst líka í úrslit Evópukeppni bikarhafa en tapaði 2:1 fyrir Borussia Dortmund í leik sem Liverpool átti að vinna miðað við gang leiksins. Ron varð líka Skjaldarhafi 1964, 1965 og 1966.

Ron var fastamaður í hjarta varnar Liverpool til 1970. Á keppnistímabilinu 1970/71 missti hann stöðu sína og lék bara 16 leiki. Árið 1971 gekk hann til liðs við Tranmere Rovers. Hann var þar spilandi framkvæmdastjóri til 1974.
Síðast lék Ron með Stalybridge Celtic, Barrow, í láni hjá Los Angeles Skyhawks, Santa Barbara Condors, Formby og Rhyl. Hann lék tvo landsleik fyrir hönd Skotlands. Mörgum þótti að landsleikirnir hefðu átt að vera mun fleiri.
Ron lék 454 leiki með Liverpool. Hann skoraði 16 mörk og lagði upp 11. Hann var fyrirliði Liverpool í 417 leikjum. Það var félagsmet í áratugi þangað til Steven Gerrard sló það.
En starfi Ron Yeats hjá Liverpool var ekki lokið. Árið 1986 var hann ráðinn njósnari hjá félaginu. Hann var um árabil yfir deild þeirri hjá Liverpool sem fylgdist með leikmönnum og ráðlagði um kaup. Hann lét af störfum hjá Liverpool 2006.
![]()
Ron þjáðist síðustu árin af heilabilun. Hann er ekki eini af knattspyrnumönnum sem spiluðu á hans tíma sem hefur þurft að berjast við þann sjúkdóm.
Það er ekki nokkur vafi á því að Ron Yeats er einn besti miðvörður í sögu Liverpool. Hann var líka einstaklega góður fyrirliði og leiddi liðið til þriggja stórtitla á þremur árum. Bill Shankly hafði rétt fyrir sér þegar hann taldi að Liverpool myndi komast upp í efstu deild og vinna titla ef Ron yrði keyptur.
Bill hafði tröllatrú á skoska risanum. Ron endurgalt traustið og lagði allt í sölurnar fyrir Bill. Hann sagði einu sinni þetta. ,,Mér fannst ég aldrei besti miðvörðurinn eða búa yfir miklum hæfileikum. En ég lagði alltaf allt í sölurnar fyrir hann og liðið."
Liverpool klúbburinn á Íslandi vottar fjölskyldu og vinum Ron Yeats samúð sína.
-
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Mummi
Miðasala á Liverpoolleiki -
| Sf. Gutt
Óvíst með Ibrahima Konaté -
| Sf. Gutt
Vopnahlésdagurinn -
| Sf. Gutt
Ekkert mark í fyrsta sinn í rúmt ár! -
| Sf. Gutt
Pep Lijnders kominn á annan bekk! -
| Sf. Gutt
Kveðja Trent til Diogo -
| Sf. Gutt
Varð bara að skalla boltann! -
| Sf. Gutt
Sannfærandi sigur! -
| Sf. Gutt
Mun alltaf elska Liverpool!

