Pep Lijnders kominn á annan bekk!

Pep Lijnders er kominn á annan varamannabekk. Hann er nú, má segja, kominn í herbúðir óvina. Hollendingurinn er núna hægri hönd Pep Guardiola framkvæmdastjóra Manchester City.

Í byrjun ársins 2018 tók Pep við sem framkvæmdastjóri NEC Nijmegen sem þá var í næst efstu deild í heimalandi hans. Hann stoppaði stutt við þar og missti starf sitt hjá hollenska liðinu þá um sumarið og kom aftur til starfa hjá Liverpool. Hann varð þá nánasti aðstoðarmaður Jürgen Klopp og var hans hægri hönd þangað til Jürgen lét af störfum sem framkvæmdastjóri Liverpool.
Pep gerði í maí 2024 samning við austurríska liðið Red Bull Salzburg. Honum gekk ekki vel þar á bæ og þann 16. desember var tilkynnt að valdatíð hans væri á enda.
Þann 10. júní var Pep kynntur til sögunnar sem nánasti aðstoðarmaður Pep Guardiola framkvæmdastjóra Manchester City. Finnst sumum stuðningsmönnum Liverpool sem að Pep hafi svikið lit því Manchester City var lengst af á valdatíð Jürgen Klopp helsti keppinautur Liverpool!
-
| Sf. Gutt
Kveðja Trent til Diogo -
| Sf. Gutt
Varð bara að skalla boltann! -
| Sf. Gutt
Sannfærandi sigur! -
| Sf. Gutt
Mun alltaf elska Liverpool! -
| Sf. Gutt
Arne jafnar met Kóngsins! -
| Sf. Gutt
Óheppnasti leikmaður í heimi? -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Verðum að leggja harðar að okkur! -
| Sf. Gutt
Jeremine Frimpong meiddur -
| Sf. Gutt
Vildi sýna öllum virðingu

