Óvíst með Ibrahima Konaté

Framtíð Ibrahima Konaté hjá Liverpool virðist í óvissu. Samkvæmt ýmsum fjölmiðlum hefur hann gert kaupkröfur sem forráðamenn Liverpool eru tregir til að ganga að. Frakkinn á að hafa neitað tilboð sem forráðamenn félags hans hafa gert honum.
Samningur franska miðvarðarins rennur út næsta sumar. Hann getur því farið að semja við önnur knattspyrnufélög á nýju ári. Talið var að Real Madrid væri að skipuleggja álíka vegferð með honum og félagið gerði með Trent Alexander-Arnold. Ibrahima hefur líka verið orðaður við Paris Saint Germain.
Ibrahima hefur ekki leikið nógu vel það sem af er þessarar leiktíðar. Hugsanlega er eftispurn eftir honum ekki jafn mikil og var. Í það minnsta hefur hann ekki skrifað undir nýjan samning við Liverpool og framtíð hans er því í óvissu.

Ibrahima kom til Liverpool 2021. Frakkinn lék áður með Sochaux og Red Bull Leipzig. Hann er búinn að spila 148 leiki, skora sex mörk og leggja upp fjögur.
Við sjáum hverju fram vindur.
-
| Sf. Gutt
Áramótakveðjur! -
| Sf. Gutt
Af Afríkukeppninni -
| Sf. Gutt
Jólafrí! -
| Sf. Gutt
Gleðileg jól! -
| Heimir Eyvindarson
Stjórnaðu spurningakeppni um Liverpool -
| Sf. Gutt
Alexander Isak frá næstu mánuði -
| Sf. Gutt
Jeremie Frimpong búinn að ná sér -
| Sf. Gutt
Virgil van Dijk í úrvalslið í fimmta sinn! -
| Sf. Gutt
Dómur upp kveðinn -
| Sf. Gutt
Úr leik!

