Ekkert mark í fyrsta sinn í rúmt ár!

Þegar Liverpool tapaði 3:0 fyrir Manchester City um liðna helgi gerðist sá fátíði atburður að Rauði herinn skoraði ekki mark. Þetta var í fyrsta skipti í rúmt ár sem Liverpool nær ekki að skora mark í deildarleik!
Fyrir leikinn á móti Manchester City hafði Liverpool skorað í hverjum einasta deildarleik frá því 14. september í fyrra þegar liðið tapaði 0:1 fyrir Nottingham Forest. Þar með hafði Liverpool skorað í 44 deildarleikjum í röð. Sannarlega vel að verki staðið!
Reyndar myndu margir telja að Liverpool hafi skorað löglegt mark á móti Manchester City. Virgil van Dijk jafnaði leikinn 1:1 með marki sem var, af flestum, ranglega dæmt af.
Metið eftir að Úrvalsdeildin hóf göngu sína á Arsenal. Liðið skoraði í 55 deildarleikjum í röð. Það afrekaði liðið frá 2001 til 2002.
-
| Mummi
Miðasala á Liverpoolleiki -
| Sf. Gutt
Vopnahlésdagurinn -
| Sf. Gutt
Pep Lijnders kominn á annan bekk! -
| Sf. Gutt
Kveðja Trent til Diogo -
| Sf. Gutt
Varð bara að skalla boltann! -
| Sf. Gutt
Sannfærandi sigur! -
| Sf. Gutt
Mun alltaf elska Liverpool! -
| Sf. Gutt
Arne jafnar met Kóngsins! -
| Sf. Gutt
Óheppnasti leikmaður í heimi? -
| Sf. Gutt
Úr leik!

