| Grétar Magnússon

Lucas klár í slaginn

Brasilíumaðurinn Lucas segist vera 100% klár í slaginn fyrir lokasprettinn í Úrvalsdeildinni og átökin með Brasilíumönnum á HM í sumar.


Lucas spilaði síðast í jafnteflinu við Aston Villa á Anfield þann 18. janúar, þar kom hann inná í hálfleik en var svo skipt útaf vegna meiðsla 20 mínútum síðar.  Hann sneri svo til baka í varaliðsleik á föstudagskvöldið síðasta í 2-0 sigri á West Ham.

Hann sagði í viðtali við opinbera heimasíðu félagsins:  ,,Það var virkilega gott fyrir mig að komast í gang aftur og ná betra leikformi.  Ég var heppinn að hafa ekki meiðst í langan tíma og nú hlakka ég til þess að spila með aðallðinu.  Vonandi get ég hjálpað liðinu í næstu 10 leikjum vegna þess að við vitum hversu mikilvægir þeir eru. Mér leið mjög vel eftir varaliðsleikinn og ég hlakka mikið til næstu tveggja mánaða."

Lucas er einnig mikið í mun að komast í landsliðshóp Luis Felipe Scolari fyrir HM í Brasilíu í sumar.  Fyrst þarf hann hinsvegar að komast aftur í liðið hjá Brendan Rodgers, Brasilíumaðurinn segist ekki hafa neinar áhyggjur af því að meiðast aftur og segist snúa til baka sterkari en áður fyrr.

,,Þetta eru risastórir tveir mánuðir fyrir mig því ég horfi auðvitað til HM í lok tímabilsins líka, ég má því ekki við því að missa af fleiri leikjum.  Ég vissi að meiðslin væru ekki alvarleg.  Ég vissi að eitthvað hafði gerst og var vonsvikinn yfir því að missa af síðasta vináttuleik."

,,Þegar maður er ekki í landsliðinu er alltaf einhver annar sem fær tækifæri til að láta ljós sitt skína, samkeppnin um sæti í liðinu er gríðarlega hörð, þess vegna er ég svo viss um að ef ég sýni mitt rétta andlit á næstu tveim mánuðum að þá fái ég tækifæri til að spila á HM.  Það væri algjör draumur fyrir mig - spila fyrir þjóð mína á heimavelli.  Þetta verður risastórt, en eins og ég segi, það sem ég geri fyrir Liverpool mun koma mér í landsliðshópinn, ég verð því að einbeita mér að næstu 10 leikjum og vonandi hjálpa félaginu að gera góða hluti til loka tímabilsins."


,,Meiðsli eru aldrei góð en þau geta auðvitað gerst og líklega hafa 90% af félögum mínum í liðinu átt við einhver meiðsli að stríða á tímabilinu.  Ég meiddist á mjög slæmum tíma en ég er kominn til baka og viss um að ég sé í því formi sem ég var í áður."
TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan