| Sf. Gutt
Luis Suarez fékk nú í vikunni eitt mark í viðbót í safn sitt. Markanefndin dæmdi honum mark sem til að byrja með var skráð sem sjálfsmark. Um er að ræða fjórða mark Liverpool á móti West Ham United um helgina.
Markinu var svo lýst í leikskýrslu hér á Liverpool.is. ,,Á 84. mínútu kom svo fjórða markið. Luis fór illa með einn mótherja við vítateiginn og skaut að marki. Heppnin var með honum því boltinn fór í Joey O´Brien í slá og inn."
Ekki skal kvartað yfir þessari ákvörðun en persónulega fannst mér þetta ekki vera neitt annað en sjálfsmark því boltinn hefði aldrei farið í markið nema af því hann breytti talsvert um stefnu af Joey O´Brien. Í þessu má nefna mark sem tekið var af Steven Gerrard á síðustu leiktíð en þá breytti skot hans örlítið um stefnu. En það er kannski með þessar nefndir eins og margar aðrar að þær eru ekki alltaf samkvæmar sér í úrskurðum.
En Luis Suarez er þar með kominn með 15 deildarmörk og það er hið besta mál!
TIL BAKA
Luis fær mark í viðbót!

Markinu var svo lýst í leikskýrslu hér á Liverpool.is. ,,Á 84. mínútu kom svo fjórða markið. Luis fór illa með einn mótherja við vítateiginn og skaut að marki. Heppnin var með honum því boltinn fór í Joey O´Brien í slá og inn."
Ekki skal kvartað yfir þessari ákvörðun en persónulega fannst mér þetta ekki vera neitt annað en sjálfsmark því boltinn hefði aldrei farið í markið nema af því hann breytti talsvert um stefnu af Joey O´Brien. Í þessu má nefna mark sem tekið var af Steven Gerrard á síðustu leiktíð en þá breytti skot hans örlítið um stefnu. En það er kannski með þessar nefndir eins og margar aðrar að þær eru ekki alltaf samkvæmar sér í úrskurðum.
En Luis Suarez er þar með kominn með 15 deildarmörk og það er hið besta mál!
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Af spjöldum sögunnar! -
| Mummi
Við minnum á aðalfund klúbbsins þann 6. maí nk. -
| Sf. Gutt
Hamingjuóskir frá Jürgen Klopp! -
| Sf. Gutt
Útilokað að tapa leiknum! -
| Sf. Gutt
Liverpool er Englandsmeistari 2025! -
| Sf. Gutt
Eitt stig dugir! -
| Sf. Gutt
Ljúkum verkefninu! -
| Sf. Gutt
Gleðilegt sumar! -
| Sf. Gutt
Conor Bradley Leikmaður ársins hjá Norður Írum -
| Sf. Gutt
Þrjú stig duga!
Fréttageymslan