| Sf. Gutt

David spáir fjórða sigrinum í röð!

Fréttaritari hitti David James, markmann Í.B.V., á dögunum og spurði hann um eitt og annað sem tengist málefnum Liverpool. Meðal annars fékk ég spá um leik Liverpool í Swansea.

,,Þetta er útileikur ekki satt. Ég spái jöfnum leik en ég held að Liverpool nái að herja fram sigur 0:1. Daniel Sturridge skorar markið. Þetta verða því sömu úrslit og í fyrstu þremur leikjunum. Mér líst mjög vel á Liverpool liðið og ég er búinn að vera mjög hrifinn af Daniel í fyrstu leikjunum."

Þá er að vona að David James hafi rétt fyrir sér um úrslit leiksins. Hafi hann rétt fyrir sér fer Liverpool á toppinn!

 
TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan