| Sf. Gutt

Enn von í efstu fjögur!

Hinn þrautreyndi Jamie Carragher telur að Liverpool eigi enn von í að ná einu af fjórum efstu sætunum í deildinni. Liverpool hefur nú leikið sjö deildarleiki í röð án taps og staðan lítur betur út eftir 3:0 sigur á Wigan í gær. 

,,Það lítur út fyrir að við höfum ekki byrjað sérlega vel en eftir sigurinn á laugardaginn erum við ekki ýkja langt á eftir fjórum efstu liðunum. Það er enn möguleiki á að ná einu af sætunum. Fyrir utan tvö efstu liðin, og meira að segja Manchester United tapaði á laugardaginn, þá eru mörg lið að tapa stigum úti um allt. Við höfum hug á að taka á því og gera atlögu að þessum fjórum efstu sætum því það lítur út fyrir að öll liðin séu að kasta stigum frá sér."

Jamie Carragher hefur ekki verið fastamaður hjá Liverpool það sem af er leiktíðar en hann er búinn að koma við sögu í þremur síðustu leikjum. Hann lék vel í vörninni þrátt fyrir tap fyrir Anzhi í Moskvu og svo var hann með allra bestu mönnum Liverpool í jafnteflinu á móti Chelsea á Stamford Bridge. Í gær lék hann síðustu mínúturnar þegar Liverpool vann Wigan. Jamie er ekki búinn að segja sitt síðasta og mun ekki láta sitt eftir liggja í þeim leikjum sem hann verður valinn í.

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan