| Sf. Gutt
Kenny Dalglish er búinn að velja þá menn sem eiga að fást við Chelsea í bikarúrslitunum á Wembley núna á eftir. Allt hefur gengið að óskum hingað til í keppninni og nú er að sjá hvort Liverpool tekst að vinna F.A. bikarinn í áttunda sinn. Þetta eru mennirnir sem Kenny valdi áðan.
Liverpool: Jose Reina, Glen Johnson, Martin Skrtel, Daniel Agger, Jose Enrique, Steven Gerrard, Jay Spearing, Jordan Henderson, Stewart Downing, Craig Bellamy og Luis Suarez. Varamenn: Alexander Doni, Jamie Carragher, Maxi Rodriguez, Dirk Kuyt, Jonjo Shelvey, Martin Kelly og Andy Carroll.
Það er kannski ekkert sérstakt sem kemur á óvart í vali Kenny Dalglish og ekki er ólíklegt að margir hafi reiknað með svipaðri uppstillingu. Kannski kemur helst á óvart að Andy Carroll skuli ekki fá sæti í byrjunarliðinu. Craig Bellamy fær að hefja leik og verður gaman að hvernig honum gengur en hann hefur ekki spilað mikið í síðustu leikjum.
Nú er að sjá hvernig þessum mönnum vegnar á Wembley í dag. Níu af þeim hófu úrslitaleikinn í Deildarbikarnum gegn Cardiff City og vonandi gengur allt upp í dag eins og þá þegar bikar vannst. Þessir menn geta tryggt Liverpool bikar númer tvö á þessu keppnistímabili núna á eftir Vonandi gengur allt að óskum!
TIL BAKA
Kenny er búinn að velja úrslitaliðið!
Kenny Dalglish er búinn að velja þá menn sem eiga að fást við Chelsea í bikarúrslitunum á Wembley núna á eftir. Allt hefur gengið að óskum hingað til í keppninni og nú er að sjá hvort Liverpool tekst að vinna F.A. bikarinn í áttunda sinn. Þetta eru mennirnir sem Kenny valdi áðan.Liverpool: Jose Reina, Glen Johnson, Martin Skrtel, Daniel Agger, Jose Enrique, Steven Gerrard, Jay Spearing, Jordan Henderson, Stewart Downing, Craig Bellamy og Luis Suarez. Varamenn: Alexander Doni, Jamie Carragher, Maxi Rodriguez, Dirk Kuyt, Jonjo Shelvey, Martin Kelly og Andy Carroll.
Það er kannski ekkert sérstakt sem kemur á óvart í vali Kenny Dalglish og ekki er ólíklegt að margir hafi reiknað með svipaðri uppstillingu. Kannski kemur helst á óvart að Andy Carroll skuli ekki fá sæti í byrjunarliðinu. Craig Bellamy fær að hefja leik og verður gaman að hvernig honum gengur en hann hefur ekki spilað mikið í síðustu leikjum.
Nú er að sjá hvernig þessum mönnum vegnar á Wembley í dag. Níu af þeim hófu úrslitaleikinn í Deildarbikarnum gegn Cardiff City og vonandi gengur allt upp í dag eins og þá þegar bikar vannst. Þessir menn geta tryggt Liverpool bikar númer tvö á þessu keppnistímabili núna á eftir Vonandi gengur allt að óskum!
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Mun alltaf elska Liverpool! -
| Sf. Gutt
Óheppnasti leikmaður í heimi? -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Verðum að leggja harðar að okkur! -
| Sf. Gutt
Jeremine Frimpong meiddur -
| Sf. Gutt
Vildi sýna öllum virðingu -
| Sf. Gutt
Alisson meiddur -
| Sf. Gutt
Curtis með met! -
| Sf. Gutt
Stórsigur í Þýskalandi! -
| Sf. Gutt
Ryan Gravenberch meiddur
Fréttageymslan

