| Sf. Gutt

Sammy Lee spáir Liverpool sigri!

Sammy Lee, fyrrum leikmaður og þjálfari hjá Liverpool, var hér á landi um daginn. Hann var eins og allir vita heiðursgestur á árshátíð Liverpool klúbbsins. Þrátt fyrir að Sammy starfi ekki lengur hjá Liverpool þá heldur hann ennþá með gamla liðinu sínu og fylgist vel með því. Sammy er nú yfirmaður akademíu Bolton en hann er samt gegnheill Livepool maður!  

Fréttaritari Liverpool.is spurði Sammy margs á meðan hann var hér á landi. Verður greint frá ýmsu af því sem þessi öðlingur hafði frá að segja hér á síðunni á komandi dögum. Sammy var að sjálfsögðu beðinn að spá um F.A. bikarúrslitaleik Liverpool og Chelsea. 

,,Ég spái því að Liverpool vinni sigur í úrslitaleiknum. Mér hefur fundist að nafn Liverpool sé á bikarnum ef svo mætti segja. Þó ég telji nafn Liverpool á bikarnum og að liðið vinni hann er ljóst að leikurinn verður mjög erfiður því Chelsea er með mjög gott lið."

Sammy sagðist aðspurður ekki eiga miða á leikinn og hann er ekki einn stuðningsmanna Liverpool sem er í þeim sporum. Hann sagði þó að sonur sinn ætti miða. Sammy mun því fylgjast með liðinu sínu í fjarlægð eins og margir aðrir.

  
TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan