| Sf. Gutt

Ekki nógu gott!

Liverpool hefur nú fengið á sig fimmtán mörk í þeim fimm æfingaleikjum sem eru að baki. Liðið hefur samviskusamlega fengið á sig þrjú mörk í leik og engu hefur skipt hver er í markinu. Það sama var uppi á teningnum í Olsó gegn Valerenga. Jose Reina og Daniel Agger segja þetta ekki nógu gott. 

Jose Reina, sem lék sinn fyrsta leik á undirbúningstímabilinu gegn norska liðinu, segir mikið verk óunnið.

,,Það er mikið verk óunnið því við getum ekki leyft okkur að fá svona mörg mörk á okkur. Við erum ekki þekktir fyrir að fá á okkur þrjú mörk. Við erum búnir að fá nokkra nýja menn og þeir eru enn að læra á kerfið okkar. Við vorum langt á eftir á síðasta ári en við verðum að vera bjartsýnir. Við verðum þó að bæta okkur."

Daniel Agger, sem reyndar skoraði tvö mörk í Osló og var besti maður Liverpool, segir að varnarleikur liðsins verði að batna.

,,Þetta var einfaldlega ekki nógu gott og þá sérstaklega ekki í fyrri hálfleiknum. Síðari hálfleikurinn var allt í lagi en en það þarf að gera betur. Við þurfum að sýna að við getum haldið markinu hreinu og verjast betur. Kenny er búinn að segja að við þurfum að vera grimmari og við verðum að vera það."

,,Maður verður að sækjast eftir fullkomnun ef maður er knattspyrnumaður. Það má segja það sama um okkur alla varnarmennina að við verðum að viðurkenna að við höfum ekki spilað nógu vel. Úr þessu þurfum við augljóslega að bæta."

Segja má að lokaæfing Liverpool fyrir leiktíðina verði á Anfield Road á laugardaginn þegar liðið mætir Valencia. Það verður áhugavert að sjá hvernig liðinu vegnar í þeim leik og hvort varnarleikurinn verður eitthvað betri en hingað til í sumar.




TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan