| Sf. Gutt
Kenny Dalglish var ekki ánægður með sína menn í Portúgal í síðustu viku eftir tapið gegn Braga í Evrópudeildinni. Nú er komið að seinni leiknum og Kenny á von á erfiðum leik á Anfield Road annað kvöld. Hann hefur þó trú á að sínir menn geti leikið mun betur en í fyrri leik liðanna. Kenny hafði meðal annars þetta að segja á blaðamannafundi í dag.
,,Þeir voru líklega aðeins betri en við í leiknum, þarna um kvöldið, og við vorum langt frá því ánægðir með hvernig við spiluðum. Við teljum að við getum spilað miklu betur og takist okkur það stendur upp á Braga að sýna að þeir geti leikið betur. Takist þeim það ekki gætu þeir lent í vandræðum."
,,Menn velta því fyrir sér hverjir séu sigurstranglegri en ég tel að staðan sé einföld. Braga er með eitt mark í forystu og við verðum að vinna með tveimur mörkum. Kannski hefði verið betra fyrir Braga að hafa unnið 2:0. Staðan fyrir leikinn skiptir okkur engu. Við undirbúum okkur jafn fagmannlega eins og við getum og mætum jafn ákveðnir í leikinn hver svo sem staðan fyrir hann er."
Það liggur fyrir að Liverpool þarf að vinna minnst með tveggja marka mun. Sigri Liverpool 1:0 þarf að framlengja. Skori Braga þarf Liverpool alltaf að skora tveimur mörkum meira. Það er því allt undir og öll efni eru til staðar fyrir magnþrungið Evrópukvöld á Anfield.
Hér má sjá leikmenn Liverpool undirbúa sig fyrir leikinn.
TIL BAKA
Kenny vonast eftir betri leik!

,,Þeir voru líklega aðeins betri en við í leiknum, þarna um kvöldið, og við vorum langt frá því ánægðir með hvernig við spiluðum. Við teljum að við getum spilað miklu betur og takist okkur það stendur upp á Braga að sýna að þeir geti leikið betur. Takist þeim það ekki gætu þeir lent í vandræðum."
,,Menn velta því fyrir sér hverjir séu sigurstranglegri en ég tel að staðan sé einföld. Braga er með eitt mark í forystu og við verðum að vinna með tveimur mörkum. Kannski hefði verið betra fyrir Braga að hafa unnið 2:0. Staðan fyrir leikinn skiptir okkur engu. Við undirbúum okkur jafn fagmannlega eins og við getum og mætum jafn ákveðnir í leikinn hver svo sem staðan fyrir hann er."
Það liggur fyrir að Liverpool þarf að vinna minnst með tveggja marka mun. Sigri Liverpool 1:0 þarf að framlengja. Skori Braga þarf Liverpool alltaf að skora tveimur mörkum meira. Það er því allt undir og öll efni eru til staðar fyrir magnþrungið Evrópukvöld á Anfield.
Hér má sjá leikmenn Liverpool undirbúa sig fyrir leikinn.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Jarðhræringar í Liverpool! -
| Sf. Gutt
Af spjöldum sögunnar! -
| Mummi
Við minnum á aðalfund klúbbsins þann 6. maí nk. -
| Sf. Gutt
Hamingjuóskir frá Jürgen Klopp! -
| Sf. Gutt
Útilokað að tapa leiknum! -
| Sf. Gutt
Liverpool er Englandsmeistari 2025! -
| Sf. Gutt
Eitt stig dugir! -
| Sf. Gutt
Ljúkum verkefninu! -
| Sf. Gutt
Gleðilegt sumar! -
| Sf. Gutt
Conor Bradley Leikmaður ársins hjá Norður Írum
Fréttageymslan