| Sf. Gutt

Dirk vill vera áfram hjá Liverpool

Dirk Kuyt vill vera áfram hjá Liverpool. Hann vonast til að fá nýjan samning við félagið en það er rúmt ár eftir af núgildandi samningi hans. 

,,Í vor verður eitt keppnistímabil eftir af samningnum en það eru þreifingar í gangi núna. Viðræður hafa átt sér stað og ég get ekki sagt mikið um það nema að þær hafa verið jákvæðar."

,,Mér finnst að ég eigi heima í Liverpool og vill ekki fara neitt. Það hafa verið erfiðir tímar fyrir alla hjá félaginu og mikið hefur gerst frá því síðasta sumar. En ég hef á tilfinningunni að góð tíð sé framundan og ég held að allt sé að snúa til betri vegar hjá Liverpool."

Dirk er einn leikreyndasti maður Liverpool og hefur leikið 227 leiki og skoraði 56 mörk. Honum hefur á hinn bóginn ekki gengið vel á þessu keppnistímabili og aðeins skorað fimm mörk og lengst af verið langt frá sínu besta.


TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan