| Sf. Gutt

Javier á förum?

Útlit er á að Javier Mascherano, fyrirliði Argentínumanna, muni yfirgefa Liverpool þegar líður á sumarið. Að minnsta kosti hefur umboðsmaður hans staðfest að hann sé byrjaður að ræða við forráðamenn Inter Milan um hugsanleg vistaskipti.

Þessar fréttir koma svo sem ekkert á óvart því Javier lýsti því yfir á dögunum að hann hefði mikið álit á Rafael Benítez, sem nú stjórnar Inter, og framkvæmdastjórahæfileikum hans. Nefnt hefur verið að hugsanlegt söluverð Javier gæti verið um 25 milljónir sterlingspunda.

Javier hafði þetta að segja við blaðamenn í Suður Afríku. ,,Ég að fara til Inter? Þið ættuð að spyrja Benítez. Hann veit meira um það en ég. Rafa er lærifaðir minn. Ég hef lært gríðarlega mikið af honum eftir að ég kom til Evrópu."

Við þetta má bæta að Javier Mascherano sagði í viðtali í vetur að fjölskylduástæður myndu kannski verða til þess að hann myndi íhuga að fara fyrr eða seinna frá Liverpool. Hann sagði að sér líkaði vel á Englandi og hann væri mjög ánægur hjá Liverpool. En vandamálið væri að kona sín hefði ekki fest rætur á Englandi og vildi flytja til suðlægari landa. Vel er hugsanlegt að henni verði að ósk sinni áður en langt um líður. 

 
TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan